back

Heyannir í Árbæjarsafni

06.07.2022 X

Það verður líf og fjör á Árbæjarsafni sunnudaginn 10. júlí kl. 13-16 því þá munu gestir ungir sem aldnir geta fylgst með og tekið virkan þátt í heyönnum eins og þær tíðkuðust fyrir daga heyvinnuvéla, með þeim fyrirvara að veður haldist þurrt.

Árbæjarsafn_heyannir

Um aldir höfðu Íslendingar engin önnur verkfæri en ljá, orf og hrífu til að afla vetrarforðans. Víða var heyjað upp á gamla mátann fram yfir miðja síðustu öld, en nú eru gömlu handbrögðin sjaldséð í sveitum landsins. Missið ekki af þessu tækifæri til að komast í kynni við orf, ljá og hrífur og að taka þannig virkan þátt í heyönnum á Árbæjarsafni. Athugið að heyannir geta fallið niður ef veður er óhagstætt en þá er í hið minnsta alltaf hægt að njóta þess að kíkja í gömlu húsin og á allar sýningarnar sem þar er að finna og svo auðvitað að kíkja í kaffi á kaffihús safnsins í Dillonshúsi.

Árbæjarsafn er opið í allt sumar frá klukkan 10-17.

Ókeypis aðgangur fyrir börn, öryrkja og menningarkortshafa.