back

Húllumhæ í bæ

18.07.2022 X

Húllumhæ í bæ er yfirskrift sunnudagsins 24. júlí á Árbæjarsafni en þá mun Húlladúllan Unnur María Máney Bergsveinsdóttir sækja safnið heim og kenna gestum og gangandi ýmis brögð með húllahringjum. Dagskráin hefst kl. 14 og stendur til kl. 17.

logiragnarsson1.jpg

Fyrst bregður Húlladúllan á leik með stuttri fjölskylduskemmtun en síðan upphefst heljarinnar húllafjör þar sem hún gengur á milli þátttakenda, hjálpar og gefur góð ráð og kennir einföld en svakalega flott húllatrix. Gestir gefa valið úr rúmlega 100 húllahringjum af öllum stærðum og gerðum til að spreyta sig á. Hver og einn ætti að geta fundið hring við hæfi og húllað! 

Húsfreyjan í Árbæ býður upp á nýbakaðar lummur og í smiðjunni hamrar eldsmiðurinn járnið af krafti. Í safnhúsi sem nefnist Þingholtsstræti er gullsmiður að störfum. 

Á safninu má einnig finna landnámshænurnar og í haga eru hestar, kindur og lömb. í Dillonshúsi er heitt á könnunni og heimabakað góðgæti. Hillur Krambúðarinnar eru stútfullar af sælgæti og í safnbúðinni fæst gómsætur ís.  

Ókeypis aðgangur fyrir börn, öryrkja og menningarkortshafa. Safnið er opið í allt sumar á milli kl. 10-17.  

Árbæjarsafn er hluti af Borgarsögusafni: Eitt safn á fimm frábærum stöðum.