back

Jólafræðsla Árbæjarsafns 2022

14.12.2022 X

Á hverju ári tekur safnsfræðsluteymi Borgarsögusafns á móti hundruðum barna í sérstaka jólafræðslu á Árbæjarsafni.

Mynd sem sýnir jólaskreytta stofu
Jólaskreytt stofa á Árbæjarsafni - jólin 1957

Árið 2022 var þar engin undantekning og nutu fjöldi barna á leikskóla - og grunnskólaaldri jólafræðslu í Árbæjarsafni. Safnfræðsluteymið þakkar þeim og kennurum þeirra kærlega fyrir komuna. Eins og sjá má á myndunum að þá var útsýnið fagurt en hrollkalt. Velbúin, syngjandi börnin hafa svo sannarlega glatt starfsfólk safnsins.

Gleðileg jól!

Mynd af Árbæ í rökkrinu í desember
Gamli Árbær í desember rökkrinu
Mynd frá Árbæjarsafni, þar glittir í börn í safnfræðslu
Skrúðshúsið og við það glittir í nokkur leikskólabörn
Ljósmynd tekin í gegnum jólaskreyttan glugga á Árbæjarsafni
Jólaskreyttur gluggi á Árbæjarsafni. Fyrir innan glittir í Jón Pál verkefnastjóra.