back
Kúmentínsla í Viðey
Kúmen vex villt í Viðey og er nú orðið fullþroskað og tilbúið til tínslu. Farin verður skipulögð kúmentínsla um eynna laugardaginn 27. ágúst kl. 12:15.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Kynnt verður meðferð og virkni kúmens og hvar það sé helst að finna. Björk Bjarnadóttir, umhverfis- og þjóðfræðingur leiðir kúmentínsluna og segir gestum frá sögu kúmensins og fleiru sem tengist Viðey.
Upphaf kúmenræktunar má rekja til aftur til Skúla Magnúsar landfógeta sem hóf ýmsar ræktunartilraunir í Viðey upp úr miðri átjándu öld, þó með misjöfnum árangri. Viðeyjarkúmenið vex þar enn og þykir smærra og sætara en annað kúmen en það eru ekki allir sem vita að þetta litla fræ hefur þó nokkurn lækningamátt og ekki skemmir fyrir hversu bragðgott það er.
Gestir eru hvattir til að taka með sér taupoka, lítinn hníf eða skæri.
Þátttaka í göngunni er gestum að kostnaðarlausu en greiða þarf í ferjuna. Siglt verður stundvíslega frá Skarfabakka kl. 12:15. Gjald í ferjuna fram og til baka eru 1.950 kr. fyrir fullorðna og 975 kr. fyrir börn 7 – 17 ára í fylgd fullorðinna. Börn 6 ára og yngri sigla frítt. Við minnum á að handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna og handhafar Gestakortsins (Citycard.is) sigla frítt.