back

Landnámssýningin lokuð 1.-4. sept vegna viðhalds

31.08.2021 X

Dagana 25. ágúst til 4. september fer fram forvarsla og viðhald á hluta landnámsrústarinnar á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16. Forverðirnir Ingibjörg Áskelsdóttir frá Borgarsögusafni og Sigríður Þorgeirsdóttir frá Þjóðminjasafni Íslands sjá um forvörsluna. Upphaflega var rústin forvarin 2006.

Ingibjörg Áskelsdóttir vinnur að forvörslu rústarinnar
Ingibjörg Áskelsdóttir vinnur að forvörslu veggjarbútsins á Landnámssýningunni

Nokkuð er um að brot úr rústinni hafi losnað, bæði hefur það gerst með tímanum og einnig hafa gestir safnsins losað brot.  Í þeirri vinnu sem nú er unnin, er hluti rústarinnar hreinsaður, laus brot límd niður og í lokin „vökvaður“ með efni sem heitir TEOS, og var notað við forvörslu rústarinnar upphaflega. Við vökvunina verður uppgufun etanóls, sem hættulegt er til innöndunnar, og verður Landnámssýningin því lokuð gestum dagana 1. – 4. september.

Sigríður Þorgeirsdóttir vinnur að forvörslu rústarinnar
Sigríður Þorgeirsdóttir vinnur að forvörslu veggjarbútsins á Landnámssýningunni
Ingibjörg Áskelsdótttir og Sigríður Þorgeirsdóttir vinna í forvörslu rústarinnar
Ingibjörg Áskelsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir vinna að forvörslu veggjarbútsins á Landnámssýningunni