back

Leikfangasýningu Árbæjarsafns lokað tímabundið!

04.03.2020 X

Ákveðið hefur verið að loka leikfangasýningu Árbæjarsafns tímabundið. Þessi varúðarráðstöfun er tekin í samráði við borgaryfirvöld og er ætlað að draga úr útbreiðslu COVID-19 vírussins. Aðrar ráðstafanir á safninu beinast að auknum handþvotti og almennum þrifum þá einkum hlutum sem margir snerta. Sótthreinsunarspritt er aðgengilegt í miðasölu safnsins og á baðherbergjum.

Leikfangasýning
Stúlkur leika sér í leikfangasýningu Árbæjarsafns.