back

Skákmót

06.07.2022 X

Taflfélag Reykjavíkur heldur skákmót í Viðeyjarstofu í samstarfi við Eldingu og Borgarsögusafn laugardaginn 9. júlí kl. 13.

Viðey

Mótið er opið öllum áhugasömum og þátttaka ókeypis en greiða þarf í ferjuna.

Tefldar verða níu umferðir með tímamörkunum 3+2 (3 mínútur á mann og 2 sekúndur á leik). Teflt verður í hlýlegu umhverfi á efri hæð Viðeyjarstofu en þar má kaupa ljúffengar veitingar á meðan á móti stendur.

Hámarks keppendafjöldi er 50.

Verðlaun á mótinu eru:
Fyrsta sæti: 15.000kr
Annað sæti: 10.000kr
Þriðja sæti: 5.000kr

Skráning á mótið fer fram hér: Skráning.
Ferjan siglir samkvæmt áætlun frá Skarfabakka kl. 12:15 og fyrir þá sem vilja fá sér hádegismat fyrir mót er tilvalið að sigla tímanlega út í eyju. Hægt er að bóka ferjuna fyrirfram á elding.is.

Gjald í ferjuna fram og til baka eru 1.950 kr. fyrir fullorðna og 975 kr. fyrir börn 7 – 17 ára í fylgd fullorðinna. Börn 6 ára og yngri sigla frítt. Við minnum á að handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna og handhafar Gestakortsins sigla frítt.

Viðey er hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur - Eitt safn á fimm frábærum stöðum.

///

Aðgengi: Til að komast í ferjuna til Viðeyjar er gengið um landgang sem er misbrattur eftir sjávarföllum og fyrir vikið er aðgengi fyrir hreyfihamlaða með miklum takmörkunum. Leiðsöguhundar eru velkomnir í Viðey.

Strætisvagn, leið 16, stoppar á virkum dögum við Klettagarð/Skarfagarð rétt við Viðeyjarferjuna. Um helgar er hægt að taka leið 12 eða 14 og ganga í um 15-20 mín að Skarfabakka.