back

Söfnum borgarinnar lokað vegna samkomubanns

07.10.2020 X

Söfnum Reykjavíkurborgar verður lokað frá og með deginum í dag.

Ekki var farið fram á lokun safna í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra en þó er ljóst að fjöldatakmarkanir og nálægðarmörk hefðu haft mikil áhrif á starfsemina. Söfnin munu opna á ný þegar það er talið óhætt.

Söfn borgarinnar eru:

  • Borgarsögusafn en undir það heyra Árbæjarsafn, Landnámssýningin, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Sjóminjasafnið í Reykjavík. Viðey heyrir líka undir safnið en þar sem ferjusiglingar falla undir almenningssamgöngur að þá er áætlun óbreytt.
  • Borgarbókasafn í Árbæ, Gerðubergi, Grófinni, Kringlunni, Sólheimum og Spönginni.
  • Listasafn Reykjavíkur en undir það heyra Hafnarhús, Kjarvalsstaðir og Ásmundarsafn.

Góð aðsókn innlendra gesta hefur verið á söfn borgarinnar undanfarna mánuði og verður tíminn framundan meðal annars nýttur til að skipta út einstaka sýningum, huga sérstaklega að safneign, og öðru innra starfi.

Enn meiri áhersla verður lögð á að sinna nærsamfélagi safnanna næstu misseri og hlakkar starfsfólk til að taka á móti gestum sínum aftur er söfnin verða opnuð að nýju.

Gildistími Menningarkorta Reykjavíkur og bókasafnsskírteina framlengist um sem nemur lokun safna og ekki verða lagðar sektir á safnkost Borgarbókasafns á tímabilinu.

Nánari upplýsingar um sýningar og starfsemi safnanna má finna á heimasíðum þeirra.