back
Tálgunarnámskeið á Árbæjarsafni
27.06.2023 X
Árbæjarsafn býður upp á skemmtilegt örnámskeið í tálgun í júlí.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Kennari: Bjarni Þór Kristjánsson, smiður og kennari.
Skráning er í síma 411-6320 eða á netfangið leidsogumenn@reykjavik.is
Árbæjarsafn býður upp á skemmtilegt örnámskeið í tálgun í júlí. Þar læra krakkar réttu handbrögðin við að tálga með hníf, auk þess að læra að bora með gamaldags handbor. Í lok námskeiðsins er kveiktur lítill varðeldur og fá krakkarnir að grilla brauð á teini, ef veður leyfir.
Vinsamlegast athugið að ætlast er til að krakkar yngri en 9 ára séu í fylgd með fullorðnum.
Gjald er 3.000 kr. fyrir hvert barn og allt hráefni er innifalið í verðinu. Kjósi fullorðnir að tálga með greiða þeir sama verð.