back

Tendrun Friðarsúlunnar í Viðey 2022

29.09.2022 X

Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey í 16. sinn sunnudaginn, 9. október klukkan 20. En 9 október er fæðingardagur Johns Lennons og mun Friðarsúlan varpa ljósi upp í himininn til 8. desember sem er dánardægur hans.

Viðey Friðarsúlan


Vinsamlegast athugið að búið er að aflýsa dagskránni sem halda átti í tengslum við tendrunina vegna slæmrar veðurspár.

Friðarsúlan „Imagine Peace Tower“ er útilistaverk eftir Yoko Ono sem var reist í Viðey árið 2007 til að heiðra minningu Johns Lennons. Friðarsúlan er tendruð árlega á fæðingardegi Lennons þann 9. október og lýsir til 8. desember sem er dánardagur hans. Listaverkið er tákn fyrir baráttu Ono og Lennons fyrir heimsfriði. Friðarsúlan, er í formi óskabrunns en á hana eru grafin orðin „hugsa sér frið“ á 24 tungumálum en enska heitið er vísun í lagið „Imagine“ eftir John Lennon. Upp úr brunninum stígur ljóssúla sem er saman sett úr fimmtán geislum sem sameinast í einu sterku ljósi sem sést vel á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Nánari upplýsingar um Viðey, Friðarsúluna og ferjuferðir má finna á vefsvæði Viðeyjar.