back

Varðskipið Óðinn fluttur frá Sjóminjasafninu

01.10.2021 X

Bryggjan við safnið verður endurbyggð í vetur og á meðan mun Óðinn liggja við Síldarbryggjuna. Við munum af þeim sökum ekki geta boðið upp á leiðsagnir í vetur.

flutningur_odins_vala_magnusdottir_2.jpg
Varðskipið Óðinn fluttur frá bugtinni við Sjóminjasafnið

Þau tíðindi áttu sér stað í gær að losaðar voru landfestar varðskipsins Óðins því til stendur að endurbyggja bryggjuna sem sá gamli hefur legið við á undanförnum árum, eða síðan skipið varð hluti af Sjóminjasafninu. Flutningurinn gekk vel og liggur Óðinn nú við Síldarbryggjuna svokölluðu (næst togarabryggju Brims) og verður þar fram á vor í hið minnsta. Leiðsagnir í skipið falla af þeim sökum niður í vetur. Við þökkum hollvinum Óðins og öllum þeim sem lögðu fram krafta sína í þetta mikilvæga verkefni kærlega fyrir.