back

Viðbrögð Borgarsögusafns við hertum sóttvarnareglum 31. júlí 2020

30.07.2020 X

Opnunartími Borgarsögusafns og allra fimm staða þess helst óbreyttur en leiðsagnir falla niður á meðan 2 metra reglan er í gildi. Tryggður verður aðgangur að handsótthreinsi fyrir gesti og starfsmenn við innganga og í grennd við yfirborð sem margir snerta s.s. snertiskjái og afgreiðslukassa. Þá verður þrif aukin og yfirborð sótthreinsað eins oft og unnt er og gestir og starfsfólk minnt á einstaklingsbundnar sóttvarnir með merkingum og skiltum. Tryggt verður að ekki fleiri en 100 manns komi saman í sama rými.

Eftirfarandi breytingar á starfsemi Borgarsögusafns verða í gildi frá 31. júlí og þangað til fallið verður frá 2 metra reglunni:

  • Árbæjarsafn: Daglegar leiðsagnir falla niður og leikfangasýningin "Komdu að leika" verður lokuð. Viðburðadagskrá um verslunarmannahelgina helst óbreytt en 100 ára sýning Nóa Siríus verður lokuð til 7. ágúst.
  • Landnámssýningin: Daglegar leiðsagnir falla niður og fjölskylduhornið verður lokað. Leikjadagskrá laugardaginn 1. ágúst helst óbreytt enda er hún ætluð börnum, er utandyra og ekki er gert ráð fyrir mörgum.
  • Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Safnið er lokað sunnudag og mánudag 2.-3. ágúst vegna verslunarmannahelgarinnar. Að öðru leyti helst starfsemin óbreytt.
  • Sjóminjasafnið í Reykjavík: Leiðsagnir um borð í Óðni falla niður. Að öðru leyti helst starfsemin óbreytt.
  • Viðey: Hugað verður vel að sóttvörnum um borð í ferjunni og í samræmi við sóttvarnareglur er mælst til þess að farþegar beri andlitsgrímu sem hylur nef og munn þar sem erfitt er að tryggja 2 metra á milli ótengdra. Hægt verður að kaupa grímu í miðasölu Eldingar á 350 kr. Viðeyjarstofa mun virða þær reglur sem settar hafa verið fyrir veitingastaði. Gert er ráð fyrir að ferjuáætlun og viðburðadagskrá haldist óbreytt.
2 m