Líf og tilvera fyrstu íbúa Reykjavíkur
Gengið saman um landnámssýninguna og kynnst hvernig líf og tilvera fyrstu íbúa Reykjavíkur var fyrir meira en 1000 árum.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Leiðsögn sérstaklega ætluð framhaldsskólum og háskólum þar sem gengið er saman utan um rústina af landnámsskálanum sem fannst árið 2001 og er nú varðveitt á sínum upphaflega stað. Á sýningunni reynum við að gefa ykkur hugmynd um líf og umhverfi Reykjavíkur eins og það var við landnám. Efni sýningarinnar byggir á niðurstöðum fornleifarannsókna og kynna túlkanir fræðimanna á þessu tímabili sögunnar.
Á safninu er skáli þar sem kynnast má lífi einna fyrstu íbúa Reykjavíkur á landnámsöld. Þungamiðja Landnámssýningarinnar er rúst skála frá 10. öld sem fannst árið 2001 og er varðveitt á sínum upphaflega stað. Reynt er að gefa hugmynd um líf og umhverfi Reykjavíkur eins og það var við landnám.
Ókeypis aðgangur miðast við skólahópa í fyrirfram bókuðum skólaferðum með kennara.
Aðrir borga samkvæmt verðskrá safnsins.
Vinsamlegast bókið heimsókn rafrænt hér að neðan: