07.03.2017

Siglum til Íslands

Á landnámsöld fluttist norrænt fólk til Íslands og settist hér að. Flutningurinn yfir hafið var hvorki auðveldur né áhættulaus. Í heimsókninni verður fjallað um undirbúning og framkvæmd Íslandsfararinnar.

Siglum til Íslands
Siglum til Íslands

Fjöldi: Einn bekkur.

Bókaðu heimsókn

Tími: 45 mín.

 

Markmið heimsóknar

  • Að sýna nemendum hvernig miðaldafólk fór að því að ferðast langar vegalengdir.  Hvað þurfti að gera og skipuleggja áður en lagt var af stað, hvaða útbúnað þurfti að hafa meðferðis og hvaða fórnir þurfti að færa.
  • Grunnhugmyndin er að sýna hve spennandi en erfitt það getur verið að flytja og að þeir erfiðleikar magnast þegar flutt er á milli landa.  Sérstaklega verður talað um landnámsbörn og hver þeirra upplifun hafi hugsanlega verið.

 

​Undirbúningur fyrir heimsókn

Góður undirbúningur er að fjalla um landnámsmenn sem hóp frekar en einstaklinga.  Í slíkum hópi þurftu að vera allskonar fólk sem kunni sérhæfð störf sem voru nauðsynleg ef landnám átti að takast.  Það þurftu að vera trésmiðir, járnsmiðir, vefarar, saumakonur, dýralæknar, húsasmiðir, matgerðarfólk o.s.frv.

 

Skipulag heimsóknar

  • Tekið er á móti hópnum á Landnámssýningunni og nemendum boðið að hengja af sér útifötin.
  • Gengið er hratt um sýninguna í fylgd safnkennara þannig að nemendur geri sér grein fyrir þeim fornminjum sem þar eru.  Eftir það er nemendur leiddir inní sérstakt kennslurými þar sem þau sitja við borð og fá einnig einblöðung með fjórum atriðum sem þau fylla út á meðan á heimsókninni stendur.
  • Farið verður yfir alla þá þætti er landnámsfólk þurfti að hafa í huga áður en það lagði uppí Íslandsförina og eru lykilorðin:  Knörr, Kostur, Húsdýr, Útbúnaður.
  • Áætlað er að heimsóknin taki 45-50 mínútur

 

Upplýsingar

Upplýsingar

Landnámssýningin

Aðalstræti 16

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6370

Almennar fyrirspurnir

landnam@reykjavik.is

Skólaheimsóknir

safnfraedsla@reykjavik.is

Opið

Opið

Opið alla daga

09:00 - 18:00

Sýningin er lokuð 17.-31. jan. 2020 vegna vegna breytinga.

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi.

Páskar

Opið alla daga 09:00-18:00

Jólahátíðin

24. des 9-14, 25. des lokað, 26. des 12-18, 31. des 9-14, 1. jan 12-18.

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Fullorðnir

1.740 kr.

Börn 0-17 ára

Ókeypis

Öryrkjar

Ókeypis

Nemendur með gilt skólaskírteini

1.120 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.500 kr.

ICOM korthafar

Ókeypis

Skráðu þig á póstlista landnámssýningar

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.