Dýrin - leyndardómur landnámsins
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Borgarsögusafn Reykjavíkur kynnir með stolti hina sjónrænu og fjölskylduvænu sýningu, Dýrin – leyndardómur landnámsins.
Sýningin var opnuð þann 18. maí 2017 og á henni geta gestir kynnt sér mikilvægi húsdýra á landnámsöld með hjálp fornleifarannsókna. Heimskautarefurinn, eða íslenska tófan, var eina spendýrið á Íslandi þegar fyrsta landnámsfólkið frá Norður-Evrópu kom hingað. Landnáms-fólk varð að taka með sér þau dýr sem þeir þurftu sér til lífsviðurværis. Þessi dýr gjörbreyttu yfirbragði landsins og mótuðu það í þá mynd sem við þekkjum í dag.
Það eru einkum dýrabein sem fornleifafræðingar nota til að varpa ljósi á hvaða húsdýr voru meðal landnámsfólk. Við fornleifauppgrefti hafa fundist bein nautgripa, sauðfjár, geita, svína, hesta, hænsna, hunda og katta.
Þeir gestir sem heimsækja sýninguna munu læra meira um þær fornleifarannsóknir sem gerðar hafa verið um efnið sem og ritaðar heimildir um þennan tíma í sögu þjóðarinnar. Á sýningunni er lögð áhersla á vefnað, reiðmennsku og norræna goðafræði. Gestir geta meðal annars grafið upp dýrabein og fundið mun á ull af íslenskum kindum og þýskum!
Vefur sýningarinnar – https://vikinganimals.wordpress.com/
Sýningarhöfundur: Dr. Lara Melissa Hogg
Hönnuður sýningar: Ingibjörg Jara Sigurðardóttir