Aðalstræti 16

Landnámssýningin - Lífið á landnámsöld

Á sýningunni er fjallað um landnám í Reykjavík og byggt er á fornleifarannsóknum sem fram hafa farið í miðbænum.

Tvær stúlkur á Landnámssýningunni
Tvær stúlkur á Landnámssýningunni

Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld, sem fannst þegar grafið var fyrir nýju húsi á horni Aðalstrætis og Túngötu. Búið var í skálanum frá því um 930 til 1000. Norðan við skálann fannst veggjarbútur sem er ennþá eldri, eða frá því um eða fyrir 871 og eru það elstu mannvistarleifar sem fundist hafa á Íslandi.

Margmiðlunartækni er notuð til að útskýra byggingarlag húsa á víkingaöld. Einnig er hægt að skyggnast inn í skálann með hjálp tölvutækni og ímynda sér hvernig lífi heimilsfólksins var háttað.

Á sýningunni er reynt að gefa hugmynd um umhverfi Reykjavíkur eins og það var við landnám. Þá eru sýndir munir sem fundist hafa við fornleifauppgröft í miðbæ Reykjavíkur.

Aðgöngumiðinn gildir bæði á á LANDNÁMSSÝNINGUNA í Aðalstræti 16 og á sýninguna REYKJAVÍK SAGAN HELDUR ÁFRAM í Aðalstræti 10, en sýningarnar eru samtengdar með göngum á milli húsanna.

Rústir landnámsskála frá 9. öld.
Skálarúst frá 10. öld er miðpunktur Landnámssýningarinnar

Leiðsögn

Á sumrin er boðið upp á leiðsögn á ensku kl. 11 alla virka daga. Hljóðleiðsögn er í boði, á íslensku, ensku, frönsku, þýsku og norsku.

Hægt er að sérpanta leiðsögn fyrir hópa. Vinsamlegast hafið samband í síma 411 6370 eða pantið leiðsögn með því að senda tölvupóst á: landnam@reykjavik.is

 

Skólahópur á Landnámssýningunni
Nemendur í leiðsögn hjá Jóni Páli Björnssyni

Fjölskylduhornið

Landnámssýningin er fjölskylduvæn og býður upp á sérstakt fjölskylduhorn.

Leikur er nauðsynlegur bæði fyrir nútímabörn og þau sem lifðu fyrir þúsund árum síðan. Í fjölskylduhorninu okkar er að finna skemmtilega leiki og leikföng sem svipar til þeirra sem börn léku sér að á níundu öld. Þar er líka hægt að læra ýmislegt um lífið á landnámsöld.

Fjölskylduhorn Landnámssýningarinnar
Fjölskylduhorn Landnámssýningarinnar
Á Landnámssýningunni / At The Settlement Exhibition
Landnamssyningin_Karo_img_4580.jpg

Upplýsingar

Upplýsingar

Aðalstræti 10 & 16

Aðalstræti 16

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6370

landnam@reykjavik.is

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

Opið alla daga 10:00-17:00

Leiðsögn á sumrin alla virka daga 11:00

Páskahátíðin

Opið alla hátíðina 10:00-17:00

Jólahátíðin

Opið 24. des. 10:00-14:00

Lokað 25. des.

Opið 26. des. 10:00-17:00

Opið 31. des. 10:00 - 14:00

Opið 1. jan. 12:00 - 17:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Fullorðnir

2.650 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

1.700 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og Físos korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista landnámssýningar

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.