Aðalstræti 10 07.05.2022

Reykjavík ... sagan heldur áfram

Fjölskylduvæn og fræðandi sýning um þróun Reykjavíkur frá býli til borgar.

Mynd frá sýningunni Reykjavík..sagan heldur áfram
Frá sýningunni Reykjavík ... sagan heldur áfram

Hin nýja sýning teygir sig neðanjarðar frá Landnámssýningunni í Aðalstræti 16 yfir í elsta hús Kvosarinnar, sem er Aðalstræti 10. Sýningin er framhald af Landnámssýningunni og rekur sögu byggðar í Reykjavík allt frá landnáminu til samtímans. Áhersla er lögð á að draga fram þætti úr sögu Reykjavíkur, varpa ljósi á daglegt líf íbúanna og tíðarandann í aldanna rás. Efnistök og nálgun miða að því að ná sem best til allra notendur Borgarsögusafns Reykjavíkur. Sýningunni er ætlað að vekja áhuga og spurningar - og koma á óvart, með fjölbreyttri miðlun og upplifun. Með þessari nýju sýningu er mikilvægi Aðalstrætis sem sögumiðja Reykjavíkur undirstrikað enn frekar. Borgarsögusafn Reykjavíkur mun verða áberandi í hjarta gamla miðbæjarins og nærumhverfi. Allt er þetta mikil lyftistöng fyrir elstu götu Reykjavíkur og stór áfangi í menningarlífi borgarinnar. 

Aðgöngumiðinn gildir bæði á sýninguna REYKJAVÍK SAGAN HELDUR ÁFRAM í Aðalstræti 10 og á LANDNÁMSSÝNINGUNA í Aðalstræti 16.

Upplýsingar

Upplýsingar

Aðalstræti 10 & 16

Aðalstræti 16

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6370

landnam@reykjavik.is

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

Opið alla daga 10:00-17:00

Leiðsögn á sumrin alla virka daga 11:00

Páskahátíðin

Opið alla hátíðina 10:00-17:00

Jólahátíðin

Opið 24. des. 10:00-14:00

Lokað 25. des.

Opið 26. des. 10:00-17:00

Opið 31. des. 10:00 - 14:00

Opið 1. jan. 12:00 - 17:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Fullorðnir

2.650 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

1.700 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og Físos korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista landnámssýningar

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.