Fræðsla

Safnfræðsla Borgarsögusafns Reykjavíkur stendur skólahópum til boða að kostnaðarlausu.

Bóka þarf heimsókn með að minnsta kosti viku fyrirvara. Bókanir sendist á safnfraedsla@reykjavik.is

Leikskóli
Fræðsla fyrir leikskóla
Ljósmyndasafn leikskóli

Hvað er sýning?

Hvernig ætli sýning sé búin til á ljósmyndasafni? Er ljósmyndasýning ólík öðrum sýningum t.d. leiksýningum? Æfum myndlestur og spjöllum um það sem fyrir augu ber. Upplagt sem fyrsta heimsókn á safn. Tekur 45 - 60 mínútur.

Bóka
Grunnskóli
Ljósmyndasafn - Valdimar Thorlacius
Ljósmyndasafn 1.-10. bekkur

Hvernig lesum við myndir?

Umfjöllunarefni heimsóknarinnar fer eftir sýningu hverju sinni með áherslu á myndlestur, túlkun og staðreyndir. Veltum fyrir okkur spurningum eins og: Höfðar myndin til mín? Hvaða tilfinningar kallar hún fram? Hefur myndin heimildargildi? Gefur hún okkur vísbendingar um raunveruleikann?

Bóka
Fræðsla
Ljósmyndasafn frístundastarf

Orð og mynd

Léttur leikur sem felst í því að skoða ljósmyndir og tengja orð eða hugtök við þær. Við rýnum í viðfangsefni myndanna og sjáum hvert myndlesturinn leiðir okkur. Einnig er hægt að aðlaga fræðsluna fyrir ungt fólk og fullorðna. Tekur 45 mínútur.

Bóka
Framhaldsskóli
Ljósmyndasafn - Valdimar Thorlacius
Ljósmyndasafn

Leiðsögn um sýningar

Í heimsókn á Ljósmyndasafnið fá nemendur innsýn í þær hugmyndir sem sýningin byggir á. Ljósmyndasafn Reykjavíkur setur upp fjölbreyttar sýninga ár hvert. Markmiðið er að kynna íslenska ljósmyndara og koma á framfæri, sýna verk úr safneign sem og að sýna verk erlendra ljósmyndara.

Bóka
Ljósmyndasafn - Valdimar Thorlacius
Ljósmyndasafn

Starfsemi og sýningar safnsins

Í þessari heimsókn á Ljósmyndasafnið kynnast nemendur starfsemi safnsins og varðveislu ljósmynda með því að skoða „kontakt“ möppur, bóka- og tímaritakost safnsins. Því næst fá nemendur leiðsögn um sýningar safnsins og innsýn í þær hugmyndir sem sýningin byggir á.

Bóka
Háskóli
Ljósmyndasafn - Valdimar Thorlacius
Ljósmyndasafn

Leiðsögn um sýningar

Í heimsókn á Ljósmyndasafnið fá nemendur innsýn í þær hugmyndir sem sýningin byggir á. Ljósmyndasafn Reykjavíkur setur upp fjölbreyttar sýninga ár hvert. Markmiðið er að kynna íslenska ljósmyndara og koma á framfæri, sýna verk úr safneign sem og að sýna verk erlendra ljósmyndara.

Bóka
Ljósmyndasafn - Valdimar Thorlacius
Ljósmyndasafn

Starfsemi og sýningar safnsins

Í þessari heimsókn á Ljósmyndasafnið kynnast nemendur starfsemi safnsins og varðveislu ljósmynda með því að skoða „kontakt“ möppur, bóka- og tímaritakost safnsins. Því næst fá nemendur leiðsögn um sýningar safnsins og innsýn í þær hugmyndir sem sýningin byggir á.

Bóka

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Opið

Opið

Lokað vegna samkomubanns frá 24, mars.

Lokað:

Á páskum frá fimmtudegi - mánudags. Hvítasunnudag og annan í hvítasunnu./p>

24.-26. des og 31. des og 1. jan ár hvert

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.000 kr.

Börn 17 ára og yngri

Ókeypis

Öryrkjar

Ókeypis

Nemendur með gilt skólaskírteini

700 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.500 kr.

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.