Leiðsögn útskriftarnema Ljósmyndaskólans
Útskriftarnemendur Ljósmyndaskólans bjóða skólahópum upp á leiðsögn um sýningu sína í Ljósmyndasafni Reykjavíkur 16. - 31. janúar 2021.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Í janúar 2021 útskrifast 13 nemendur af Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2 frá Ljósmyndaskólanum og útskriftarsýningin verður í Ljósmyndasafni Reykjavíkur 16. - 31. janúar. Hér er hægt að bóka leiðsögn með einum af útskriftarnemum Ljósmyndaskólans.
Útskriftarverkin eru afar fjölbreytt enda spanna viðfangsefni og aðferðir nemenda vítt svið. Í verkum sínum takast þau á við ólík málefni út frá ólíkum forsendum, mismunandi nálgun, listrænni sýn og fagurfræði. Verkin á sýningunni endurspegla þannig að einhverju leyti gróskuna í samtímaljósmyndun og fjölbreytta möguleika sem í ljósmyndamiðlinum felast.