Leiðsögn útskriftarnema Ljósmyndaskólans

Útskriftarnemendur Ljósmyndaskólans bjóða skólahópum upp á leiðsögn um sýningu sína í Ljósmyndasafni Reykjavíkur 16. - 31. janúar 2021.

LjósmyndasafnRVK_Elín_Ósk_Jóhannsdóttir_dsc_6423.jpg_vef.jpg
Ljósmynd: Elín Ósk Jóhannsdóttir Afdrif.

Í janúar 2021 útskrifast 13 nemendur af Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2 frá Ljósmyndaskólanum og útskriftarsýningin verður í Ljósmyndasafni Reykjavíkur 16. - 31. janúar. Hér er hægt að bóka leiðsögn með einum af útskriftarnemum Ljósmyndaskólans.

Útskriftarverkin eru afar fjölbreytt enda spanna viðfangsefni og aðferðir nemenda vítt svið. Í verkum sínum takast þau á við ólík málefni út frá ólíkum forsendum, mismunandi nálgun, listrænni sýn og fagurfræði. Verkin á sýningunni endurspegla þannig að einhverju leyti gróskuna í samtímaljósmyndun og fjölbreytta möguleika sem í ljósmyndamiðlinum felast.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Lokað:

Á páskum frá fimmtudegi - mánudags. Hvítasunnudag og annan í hvítasunnu.

24.-26. des og 31. des.-1. jan ár hvert

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.000 kr.

Börn 17 ára og yngri

Ókeypis

Öryrkjar

Ókeypis

Nemendur með gilt skólaskírteini

720 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.500 kr.

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.