Hvað er sýning?
Skoðum sýningu safnsins í gegnum samtal um liti og myndefni. Lærum um ljósmyndum og hvernig polaroid myndavél virkar. Tökum polaroid myndir af hópnum sem verður að ljósmyndasýningu sem kennarar taka með í leikskólann að lokinni heimsókn.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Hámarksfjöldi: 15 |
Aldur: 4-6 ára |
Tími: 40-50 mín. |
Hvað er sýning?
Hvernig ætli sýning sé búin til á ljósmyndasafni? Er ljósmyndasýning ólík öðrum sýningum t.d. leiksýningum? Æfum myndlæsi og spjöllum um það sem fyrir augu ber.
Kynnumst ljósmyndum og hugtakinu "sýning". Lærum að þekkja muninn á ljósmyndasýningu - og bíó/leikhússýningu. Kynnumst safnareglunum - nota inniröddina og snerta ekki.
Heimsóknin er tilvalin sem fyrsta heimsókn á safn.
Hvað gerum við í heimsókninni?
- Safnkennari tekur á móti hópnum á 6. hæð í Grófarhúsinu, Tryggvagötu 15.
- Sýning safnsins Litapalletta tímans skoðuð í gegnum samtal um liti og myndefni.
- Polaroid myndavél skoðuð og safnkennari tekur myndir af hópnum sem börnin fylgjast með framkallast.
- Þannig verður til ljósmyndasýning sem kennarar taka með í leikskólann að lokinni heimsókn.
Vinsamlegast látið vita ef hópinum seinkar með því að hringja í síma 4116390 eða með því að senda póst á safnfraedsla@reykjavik.is
Vinsamlegast virðið hámarksfjölda sem er 15 einstaklingar, þ.m.t. kennarar og aðrir starfsmenn.