30.05.2002 til 01.09.2002
65-75 – Íslenskar blaðaljósmyndir
Ljósmyndasafn Reykjavíkur leitar fanga í eigin myndasöfnum og dregur fram í dagsljósið hátt á annað hundrað blaðaljósmyndir frá árunum 1965-1975.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Á þessari sýningu er leitast við að sýna blaðaljósmyndir með öðrum hætti en venja hefur verið því ljósmyndin er tekin úr sínu upprunalega samhengi sem lyftistöng frásagnar. Hér spilar frásögnin einvörðungu lítið hlutverk en myndin fær að njóta sín til fullnustu; hún eignast líf fyrir utan atburðinn, sjálfstæðan tilverurétt.