Á mörkum sviðsmynda og náttúru│ Peter Stridsberg
Á sýningunni eru fjögur verk sem unnin voru sumarið 2020.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
“Ég leitaðist við að ná tengingu við uppruna minn með því að skoða staði sem tengjast fjölskyldusögu minni og þeim upphöfnu minningum sem ég á af þeim. Ég vildi kanna hvernig þessar minningar hafa áhrif á frásögn og myndmál í verkum mínum.”
Mannfólk og náttúra er skoðuð í gegn um linsuna.
“Í seríunni kanna ég landamærin á milli mannfólks, náttúru og sviðsmynda út frá sögupersónu sem leitar að sínum sess í tilverunni. Sögusviðið er einskonar fjarvíddarteikning sem ég skapaði utan um raunsannar sviðsmyndir sem birtast í tilbúnu umhverfi.”
Peter Stridsberg býr og starfar í Kungälv, Svíþjóð. Hann útskrifaðist með MA gráðu í myndlist frá Umeå Academy of Fine Arts 2019. Peter hefur haldið einkasýningar sem og fjölmargar samsýningar undanfarin ár.
https://www.peterstridsberg.se/