SKOTIÐ 31.03.2016 til 31.05.2016

Á mótum tveggja tíma

Díana Júlíusdóttir

Á mótum tveggja tíma. Ljósmynd Díana Júlíusdóttir.
Á mótum tveggja tíma

Díana fæddist á Ísafirði árið 1973 og er ættuð frá Suðureyri við Súgandafjörð en ólst upp í Reykjavík.

Fjöll og stórfenglegt landslag hefur alltaf heillað Díönu og hefur hún leitast við að beina linsunni að hvoru tveggja. Í fjallgöngum og ferðalögum á vit einstakrar náttúru hefur hún túlkað það sem fyrir augu ber með lýsingu á fólki og náttúru og samspilinu sem skapast þar á milli. 

Díana stundaði nám í Ljósmyndaskólanum og tók með öðrum nemendum þátt í ljósmyndasýningu skólans árið 2012.  

Hún var ásamt ellefu öðrum ungum samtímaljósmyndurum valin til að taka þátt í sýningunni Samtímalandslagið (2013-2014) á Ljósmyndasafni Reykjavíkur.  Einnig hélt hún sína fyrstu einkasýningu í Turninum árið 2013. 

Díana hefur hér heima og utan vakið athygli fyrir landslagsmyndir og að nálgast náttúruna á annan hátt en tíðkast hefur. Ljósmyndin Angel sem tekin var á Hvannadalshnúk árið 2012 vann silfurverðlaun í alþjóðlegri ljósmyndakeppni í San Fransisco árið 2014 og var þar til sýnis í Gallery 17.  Í bígerð er útgáfa ljósmyndabókar með ljósmyndum sem teknar voru á göngu á Hvannadalshnúk og sýning í Anarkíu Gallery í Kópavogi í mai næstkomandi. 

Myndirnar á sýningunni leitast við að túlka á ljóðrænan hátt hið einangraða þorp Kulusuk sem oft er kallað dyrnar að Austur-Grænlandi. Börnin í þorpinu eru sérstakt viðfangsefni myndanna en framtíð þeirra er óviss sökum mikillar fólksfækkunar á svæðinu. Sýningin er afrakstur innblásturs sem löngu yfirgefin hús, börn að leik og stórtbrotið landslag veittu á Grænlandi. Börnin eru hamingjusöm, kröftug, brosmild og nægjusöm. Þorpið allt er leikvöllur þeirra og hefur skírskotun í báðar áttir, til horfinnar fortíðar og óráðinnar framtíðar. Landslagið í bakgrunni er í senn ógnvekjandi og rómantískt. 

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.