28.09.2002 til 15.10.2002

Aenna Biermann Preis – Þýsk samtímaljósmyndun

Um er að ræða sýningu á ljósmyndum eftir 36 þýska samtímaljósmyndara sem tekið hafa þátt í ljósmyndasamkeppni sem kennd er við hinn kunna þýska ljósmyndara Aenne Biermann (1898-1933). Samkeppnin hóf göngu sína árið 1992 í í borginni Gera í Þýskalandi og er sýningin í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sett saman úr úrvali verka frá keppninni undanfarin fimm ár. Sýningin er annars vegar í samvinnu við Goethe Zentrum á Íslandi en hins vegar við Nytjalistasafnsins í Gera sem á öll verkin á sýningunni.

Þýsk samtímaljósmyndun

Aenne Biermann ljósmyndasamkeppnin er haldin til minningar um hinn þekkta þýska ljósmyndara Aenne Biermann (1898-1933) sem bjó og starfaði í Gera. Hún telst einn af merkustu listamönnum hinnar Nýju ljósmyndunar (Neue Fotografie) sem þróaðist samhliða Nýju hlutlægninni á þriðja áratugi 20. aldar í Þýskalandi. Nytjalistasafnið í Gera var frumkvöðull að Aenne Biermann verðlaununum en með veitingu verðlaunanna er ætlunin að styrkja ljósmyndun sem listmiðil, þar sem nákvæmni og fagurfræðilegar kröfur í anda Biermann eru hafðar að leiðarljósi. Þær 52 ljósmyndir sem eru í sýningu Ljósmyndasafns Reykjavíkur, hvort sem um er að ræða verðlaunamyndirnar eða aðrar, bera einmitt vitni um mikla grósku í samtímaljósmyndun í Þýskalandi.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.