Skotið 26.10.2023 til 28.01.2024

Anni Kinnunen│Flóttinn mikli

Sýningin Flóttinn mikli í Skoti Ljósmyndasafnsins snýst um samband manns og náttúru. Í súrrealískum og litríkum ljósmyndum Anni Kinnunen koma saman náttúra, hið ónáttúrulega og hið hverfula augnablik.

Anni Kinnunen Flóttinn mikli
Anni Kinnunen - Flóttinn mikli

Myndirnar líta ekki út fyrir að vera raunverulegar en aðstæður í þeim eru raunverulegar og þær ekki búnar til í myndvinnslu. Hið óraunverulega andrúmsloft í verkunum endurspeglar samtímann þar sem umbreyttur veruleiki er sannur og við vitum ekki alltaf hverju er hægt að treysta.

Í verkum sínum leikur Kinnunen sér að því sem við vanalega væntum að sé satt en eins og listamaðurinn segir þá er myndavélin bara upptökutæki og meira að segja sem slíkt er hún slæm – það sé listamaðurinn sem skapar myndina.

Verkið veltir upp spurningum um samband okkar við náttúruna og möguleikanum á vistfræðilegum hörmungum. Að hversu miklu marki höfum við fjarlægst náttúruna og hvað er það náttúrulega? Hvert erum við að fara og hvert getum við haldið héðan frá?

Þó að listamaðurinn birtist sjálf í verkum sínum eru þau ekki sjálfsmyndir. Persónurnar í verkunum eru tákn fyrir fólk í hlutverkaleik og endurspegla andrúmsloft okkar tíma sem og skapferli listamannsins. Kinnunen notar líkama sinn eins og líkt og þyngdaraflstilraun þar sem líkami hennar og líkamsminni renna saman í verkunum. Hreyfingin sem sést á myndunum verður til fyrir tilstilli líkamshreyfinga hennar í bland við tilviljanakenndar, vandlega undirbúnar aðstæður ljósmyndatökunnar.

Þegar Kinnunen fær áhuga á viðfangsefni safnar hún um það upplýsingum þar til hún er tilbúin að demba sér í sköpunarferlið. Farið var í  að gera myndröðina “Flóttinn mikli” með því markmiði að einblína á heilastarfsemina, hvernig við skilgreinum hlutina út frá okkar sjónarhorni og veitum stærri hlutum í kringum okkur minni athygli.

Undanfarna tvo áratugi hafa verk Kinnunen verið sýnd bæði á einka- og samsýningum í Þýskalandi, Japan, Kína, Rússlandi, Danmörku, Slóveníu, Ítalíu, Íslandi, Luxemborg, Kanada og Bandaríkjunum. Í Finnlandi hefur hún tekið þátt í viðburðum eins og “Young Artists exhibition of Kunsthalle Helsinki” (2009), the Snowball Effect Northern Finland Biennale (2012, 2014, 2016) og Mänttä Art Festival (2013, 2018). Verk hennar eru t.d. að finna í Listasafninu í Oulu, í safneign finnska ríkisins og í Finnish Institute í Japan. Síðastliðin ár hefur Kinnunen unnið í gestavinnustofum í Tókýó, París, Berlín, Helsinki og nokkrum stöðum á Ítalíu.

skr-vihrea-jpg.jpeg
Sýningin er styrkt af Finnska Menningarsjóðnum

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.240 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

850 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.700 kr.

Menningarkort 67+, árskort

2.220 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.