SKOTIÐ 28.01.2016 til 29.03.2016

AUGANS TÍMALEYSI

Ljósmyndasýning Arnórs Kára

Ljósmynd eftir Arnór Kára

Við ljósmyndun, leggur Arnór Kári áherslu á að vera staðsettur í núinu. Hann leitar eftir augnablikinu þar sem hann sjálfur rennur saman við myndefnið. Með öðrum orðum, vill hann komast í það hugarástand að hætta að hugsa um leitina að „hinni fullkomnu ljósmynd“ og smellir þar af leiðandi frekar af, þegar tilfinningin kallar.

Þegar rýnt er í ljósmyndir Arnórs Kára, er eins og þær dragi áhorfandann til sín, og jafnvel mætti segja að hann upplifi sig á tilteknum stað. Áferð og myndefni gefa tilfinningu tímaleysis og blandast náttúrulegir og mannlegir þættir eðlilega saman.

Arnór Kári (f.1987) lauk námi við myndlistadeild Listaháskóla Íslands vorið 2012. Frá þeim tíma hefur hann flakkað víða um hnetti listarinnar. Ásamt því að ljósmynda annað hvert skref vegferðar sinnar, hefur hann breytt ásýnd miðbæjarins með litríkum veggmyndum í formi götulistar, tekið þátt í listasýningum, myndlistar- og tónlistarhátíðum víða um landið. Þar má nefna Listahátíð í Reykjavík, Secret Solstice og LungA.

Arnór Kári hefur undanfarið ár að mestu dvalið í heimi tónlistarinnar undir nafninu Andartak, en árið 2015 gaf hann út sína fyrstu plötu hjá Möller Records sem ber titilinn Mindscapes. Um þessar mundir vinnur hann að ævintýralegri 100 metra langri veggmynd á Landspítalanum. Myndefnið mun einnig birtast í barnabók.
 

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.240 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

850 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.700 kr.

Menningarkort 67+, árskort

2.220 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.