Grófarsalur 15.01.2022 til 27.03.2022

Augnablik af handahófi

Sýningin Augnablik af handahófi er byggð upp á sjónrænum þáttum sem er safnað saman úr safneign Ljósmyndasafnsins og textum sem fengnir eru úr prentuðum ritum. Þannig er sýningin tilbúningur þar sem þar sem sýningarstjórinn Yean Fee Quai stillir saman raunverulegum ljósmyndum og ótengdum bókmenntum.

Ljósmynd: Eggert Claessen / úr safni Soffíu Jónassen Claessen (1873-1943)
Ljósmynd: Eggert Claessen / úr safni Soffíu Jónassen Claessen (1873-1943)*

Á síðustu 40 árum hefur Ljósmyndasafn Reykjavíkur safnað meira en sex og hálfri milljón ljósmynda. Í safneigninni eru myndir teknar af atvinnuljósmyndurum sem og áhugamönnum sem hafa náð að mynda það sem fyrir augu ber, atburði og uppákomur, fræga einstaklinga jafnt og alþýðufólk, venjur, hversdagsleg fyrirbæri og allt það sem hægt er að ná á mynd. Safnið fær ljósmyndir og filmur frá einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum, sem berast  í kössum og skjalaskápum og hafa fyrir löngu fyllt takmarkað geymslurými þess.

Fyrstu tvo áratugi safnsins, fyrir tíma stafrænnar tækni, sáu safnverðir um hið krefjandi verkefni að flokka, skrá, rannsaka og varðveita þessi augnablik sem fest voru á filmu, sem var tímafrekt og seinlegt starf. Síðustu tvo áratugi, eftir að stafræn ljósmyndun tók við af filmuljósmyndun á örskömmum tíma, hefur stafræn tækni verið nýtt til að gera gögn safnsins aðgengileg á einfaldan hátt, með því að breyta ljósmyndum og filmum safnsins í myndrænt gagnasafn.

Á sýningunni Augnablik af handahófi er myndavefurinn sem er aðgengilegur á heimasíðu Ljósmyndasafnsins notaður. Þegar myndir eru sóttar á myndavefinn með hjálp ákveðinna leitarorða, birtast ófyrirséðar samsetningar ljósmyndaðra augnablika. Hvert þeirra er er einstakur fjársjóður og þau tengjast í gegnum orð við myndaleit.

Öfugt við myndavefinn sem notast við algóritma, var leitað á gamla mátann að texta til notkunar með myndunum—brot úr textum úr útgefnu efni, sem ýmist kallast á við, eða renna saman við sjónrænu frásögnina. Hvort sem það eru myndirnar sem mynda samhljóm við textana, eða orðin sem vísa í myndirnar, kallar þessi meðvitaða tilraun fram samræmi eða ósamræmi þarna á milli.

Sýningin er á dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands 2022.
 

*Ungur karlmaður tekur mynd af sjálfum sér í spegli. Eggert Claessen. Sennilega með myndavél unnustu sinnar og síðar eiginkonu, Soffíu. Um 1900.

Ljósmyndahátíð Íslands lógó

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.