12.02.2005 til 22.05.2005

Bára ljósmyndari - Heitir reitir

Bára K. Kristinsdóttir er að góðu kunn sem auglýsinga- og iðnaðarljósmyndari hér á landi. Meðfram þeirri vinnu hefur hún einnig sinnt eigin listsköpun á sviði ljósmyndunar, haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga frá byrjun ferils síns.

Heitir Reitir

Á sýningu sinni, Heitir reitir, sem sett er upp í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, hefur Bára valið gróðurhús sem myndefni. Myndirnar gefa innsýn inn í þennan heillandi heim og leitast hún við að fanga það sjónarspil sem skapast út frá andstæðum; innandyra og utandyra. Aðeins gler og járngrind skilur á milli og hafa umhverfisþættir eins og birta, hiti og kuldi afgerandi áhrif á útkomu myndanna sem í senn endurspegla fegurð og framandleika. Í myndunum má einnig greina skírskotanir til listasögunnar og minna margar þeirra á hollenskar kyrralífsmyndir þar sem draumurinn um Edensgarðinn var hafður í hávegum.

Fyrir tilstilli svonefnds jarðfræðilegs „heits reits” sem liggur undir Íslandi eru gróðurhús hér fjölmörg og er tilvist þeirra talin til sjálfsagðra hluta í tilverunni. En fyrir hvað standa gróðurhús? Við njótum góðs af því sem þar er ræktað, en sjaldnar er augum okkar beint að fyrirbærinu sjálfu og það sett fram á sjónrænan hátt.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.240 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

850 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.700 kr.

Menningarkort 67+, árskort

2.220 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista Borgarsögusafns

Þú færð fréttabréf um opnanir og viðburði ofl.