Bókastofan 20.10.2016 til 28.10.2016

Be Good To Yourself eftir Katarina Skjønsberg

Ljósmyndabókin: Be Good to Yourself eftir Katarinu Skjønsberg handhafa Nordic Dummy Award 2016 Opin mánud. - föstud. kl. 10 - 16 frá 20.-28. október 2016

Ljósmyndasafn_Reykjavíkur_Katarina Skjonsberg_I.jpg
Be Good To Yourself by Katarina Skjønsberg

Dagana 20.-28. október 2016 verður til sýnis á Ljósmyndasafni Reykjavíkur ljósmyndabókin Be Good to Yourself eftir norska ljósmyndarann Katarinu Skjønsberg en hún er handhafi Nordic Dummy Award 2016. Einnig má sjá úrval bóka úr samkeppninni sem vöktu sérstaka athygli dómnefndarinnar, samtals tíu bækur. Að mati dómnefndar er bók Skjønsberg vel útfærð, fersk og margbreytileg. Bókin vekur upp margar spurningar hjá lesandanum en ljósmyndarinn er óhræddur við að flétta sinni persónu við efni bókarinnar.

Fotogalleriet í Osló hefur veitt Nordic Dummy Award verðlaunin síðan árið 2012 í tengslum við Ljósmyndabókahátíðina í Osló (FFO). Þátttaka í samkeppninni er opin listamönnum á Norðurlöndunum en umsóknarfrestur er til 15. júní ár hvert. Þátttakendur senda inn prufueintök af ljósmyndabókum sem metin eru af dómnefnd fagfólks og ljósmyndara. Úrval bóka ásamt vinningsbókinni eru sýnd á Ljósmyndabókahátíð í Osló á hverju hausti og í kjölfarið á sérvöldum ljósmyndasöfnum á Norðurlöndunum. Í verðlaun eru útgáfa á vinningsbókinni af Kehrer Verlag í Heidelberg og er sú útgáfa sérstaklega kynnt á Ljósmyndabókahátíð í Osló ári síðar.

Þetta er í fyrsta sinn sem verk verðlaunahafa eru sýnd á Íslandi. Ljósmyndasafn Reykjavíkur er heiður að vera hluti af sýningarferð Nordic Dummy Award og er kynning á þeim gott innlegg í vaxandi útgáfu ljósmyndabóka hér á landi.

Sýningin er opin mánudaga–föstudaga kl. 10-16.
 

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.