17.01.2009 til 10.05.2009

Bjargey Ólafsdóttir - Tíra: Horfðu í ljósið heillin mín en ekki í skuggann þarna

Listsköpun Bjargeyjar Ólafsdóttur er ekki bundin við einn listmiðil heldur velur hún sér þann miðil sem henni finnst henta hugmyndinni best hverju sinni. Það má því líkja henni við alhliða hljóðfæraleikara því Bjargey fæst við kvikmyndagerð, hljóðverk, gjörninga, teiknar, málar og ljósmyndar.

Tíra

Sýningin Tíra er samansafn táknmynda sem hafa ýmist orðið til draumum listamannsins eða sprottið fram í vitund hans milli svefns og vöku. Bjargey hrífur áhorfandann með sér inn í heim þar sem fegurð og hið andlega ræður ríkjum; þar sem jafn ólík atriði og hönd guðs, fjöll, töfrakassi, álfaskírnarfontur, slæður og teikningar af háhæluðum skóm koma við sögu, böðuð í dularfullu ljósi og fjölskrúðugum litum. Þrátt fyrir að hún haldi hér áfram að kanna lendur töfraraunsæis og súrrealisma eins og í fyrri verkum sínum, þá beinir Bjargey ekki sjónum sínum að manneskjunni sem slíkri heldur leitast fremur við að ljósmynda tilfinningu sem hefur fundið sér farveg í ofangreindum atriðum.

Bjargey hefur á undanförnum tveimur árum dvalið í vinnustofum fyrir listamenn í Chile og Argentínu og fékk þaðan mikinn innblástur sem hún er enn að vinna úr og er litadýrðin í nýju verkunum ef til vill sprottin þaðan.

„Ég skal ljá þér duluna mína, duluna mína til að dansa í. Hvað var Bjargey að gera úti á túni með duluna sína? Þar fangaði hún óútskýranlega veröld. – Í einskonar transástandi dansaði hún í heimi sem við þekkjum og þar tókst henni að ná í heim sem er til en heim sem var ekki til.“ Skrifar Ingibjörg Magnadóttir myndlistarmaður um Bjargeyju

 

Bjargey Ólafsdóttir myndlistarmaður (f.1972) er með MFA gráðu frá Academy of Fine Arts í Helsinki, Finnlandi og nam kvikmyndagerð við Binger Film Institute í Amsterdam, Hollandi. Verk hennar hafa verið sýnd á sýningum og kvikmyndahátíðum í 26 löndum t.d. í Frakklandi á sýningunnni Printemps de Septembré sem skartaði einnig David Lynch, en fyrir þá sýningu fékk Bjargey frábæra dóma í hinu virta dagblaði Le Monde. Þess má geta að stuttmyndir Bjargeyjar verða sýndar á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg nú síðar í mánuðinum.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.