17.01.2015 til 10.05.2015

Bragi Þór Jósefsson - VARNARLIÐIÐ

Myndirnar á sýningunni tók Bragi Þór Jósefsson á svæði varnarliðsins í Keflavík eftir að herinn hafði yfirgefið stöðina árið 2006.

Varnarliðið

Herstöðin var reist af Bandaríkjaher árið 1951 í kjölfar þess að Bandaríkjamenn og Íslendingar gerðu með sér varnarsamkomulag. Þegar mest var, töldust hermenn, starfslið hersins og ýmissa stofnana á stöðinni og fjölskyldur þeirra um 5.700 manns. Á varnarliðssvæðinu voru verslanir, skólar, sjúkrahús, kvikmyndahús, íþróttahús og skemmtistaðir auk íbúðarhúsa og hernaðarmannvirkja. Svæðið var girt af og lokað og þar var allt með öðru sniði en Íslendingar áttu að venjast.

Eftir lok kalda stríðsins var ljóst að hernaðarlegt mikilvægi stöðvarinnar hafði minnkað verulega og var henni endanlega lokað árið 2006. Þá yfirgáfu Bandaríkjamenn landið eftir 55 ára hersetu. Á þessum tímapunkti myndar Bragi Þór myndaröðina Varnarliðið. Myndirnar sýna yfirgefna ameríska herstöð í íslensku hrauni. Staður þar sem rafmagnið var 110 volta, vatnið var hreinsað með klór, yfirgefið amerískt þorp – staður sem fáir Íslendingar þekktu í raun en birtist hér mannlaus og framandi.

Bragi Þór Jósefsson lauk námi í ljósmyndun frá Rochester Institute of Technology í Bandaríkjunum árið 1987 og hóf þá störf sem atvinnuljósmyndari. Hann hefur starfað á þeim vettvangi síðan og einkum myndað fyrir íslensk og erlend tímarit, fyrirtæki og stofnanir. Bragi Þór hefur sýnt verk sín á einka- og samsýningum auk þess að standa að útgáfu ljósmyndabóka.  Hann var einn af stofnendum Félags íslenskra samtímaljósmyndara, FÍSL, árið 2007 og hefur tekið virkan þátt í sýningum og viðburðum á vegum félagsins

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.240 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

850 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.700 kr.

Menningarkort 67+, árskort

2.220 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.