Catherine Canac-Marquis - Grunnlitir
Grunnlitir nefnist sýning ljósmyndarans Catherine Canac-Marquis. Myndaröðin er tilraun til skrásetningar á brotum úr sögu og starfi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og verkefnum sem félagið hefur unnið í samstarfi við Landhelgisgæslu Íslands.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Catherine myndaði félagsmenn Landsbjargar og Landhelgisgæslunnar við æfingar, rýndi í safnkost Þjóðskjalasafns Íslands; árbækur, ljósmyndir og dagblöð. Með því að skoða sögulegar heimildir greindi hún sterka tengingu á milli fortíðar og nútíðar. Hún freistaði þess að endurskapa og túlka þau tengsl með aðferðum heimildaljósmyndunar.
Myndaröðin Grunnlitir varð til á þriggja mánaða tímabili þegar Catherine dvaldi í Reykjavík í húsnæði í eigu Sambands Íslenskra myndlistamanna (SÍM) og tók þátt í vinnustofum á þeirra vegum.
Catherine Canac-Marquis er með BFA gráðu í Ljósmyndun frá Concordia University í Montreal. Verk hennar hafa verið sýnd í Kanada og á Íslandi. Hún var einn vinningshafa í Ljósmyndakeppninni Flash Forward árið 2017 í flokki upprennandi ljósmyndara og handhafi námsstyrks AIMIA | AGO Photography Prize Scholarship.
Nánari upplýsingar: http://www.catherinecanac-marquis.com/