Skotið 08.02.2019 til 08.04.2019

Catherine Canac-Marquis - Grunnlitir

Grunnlitir nefnist sýning ljósmyndarans Catherine Canac-Marquis. Myndaröðin er tilraun til skrásetningar á brotum úr sögu og starfi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og verkefnum sem félagið hefur unnið í samstarfi við Landhelgisgæslu Íslands.

Ljósmyndasafn - Catherine Canac-Marquis
Ljósmyndasafn Catherine Canac-Marquis

Catherine myndaði félagsmenn Landsbjargar og Landhelgisgæslunnar við æfingar, rýndi í safnkost Þjóðskjalasafns Íslands; árbækur, ljósmyndir og dagblöð. Með því að skoða sögulegar heimildir greindi hún sterka tengingu á milli fortíðar og nútíðar. Hún freistaði þess að endurskapa og túlka þau tengsl með aðferðum heimildaljósmyndunar.

Myndaröðin Grunnlitir varð til á þriggja mánaða tímabili þegar Catherine dvaldi í Reykjavík í húsnæði í eigu Sambands Íslenskra myndlistamanna (SÍM) og tók þátt í vinnustofum á þeirra vegum.
 

Catherine Canac-Marquis er með BFA gráðu í Ljósmyndun frá Concordia University í Montreal. Verk hennar hafa verið sýnd í Kanada og á Íslandi. Hún var einn vinningshafa í Ljósmyndakeppninni Flash Forward árið 2017 í flokki upprennandi ljósmyndara og handhafi námsstyrks AIMIA | AGO Photography Prize Scholarship.
 

Nánari upplýsingar: http://www.catherinecanac-marquis.com/

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.