30.09.2006 til 19.11.2006

Chris Niedenthal – Pólland kommúnismans 1969-1989

Chris Niedenthal er heimsþekktur ljósmyndari sem hefur unnið sem fréttaljósmyndari fyrir Newsweek, TIME og Der Spiegel og var m.a. svæðisljósmyndari fyrir alla Austur-Evrópu og Sovétríkin þegar hann vann fyrir tímaritið TIME. Hann var kjörinn alþjóðlegur fréttaljósmyndari árið 1986 (World Press Photo prize).

Pólland kommúnismans

Chris Niedenthal er af pólsku foreldri, með þýskt eftirnafn og breskan ríkisborgararétt – og frá árinu 1998 er hann einnig pólskur ríkisborgari. Foreldrar hans yfirgáfu Pólland árið 1939 þegar seinni heimsstyrjöldin braust út og settust að í London á Englandi að stríði loknu, þar er Chris fæddur árið 1950. Frá þrettán ára aldri fór Chris með foreldrum sínum í sumarheimsóknir til Póllands og strax sem táningur tók tók hann ljósmyndir af því sem fyrir augu bar. Áhugamálið varð að ástríðu og hann hóf nám í London College of Printing og lauk þaðan prófi árið 1972. Árið eftir hélt hann til Póllands til stuttrar dvalar – þegar allir aðrir voru á leið þaðan – og er þar enn. Honum fannst daglegt líf í Póllandi svo miklu áhugaverðara og fólkið ástríðufyllra og meira lifandi en í Vestur-Evrópu og hóf því strax að taka myndir af fólki við daglega iðju sína og af viðburðum sem tíðindum þóttu sæta í þjóðfélaginu.

Sem fréttaljósmyndari tók Chris Niedenthal myndir af því sem gerði Pólland svo ólíkt vestrænum nágrannalöndum sínum og sýna myndir hans á áhrifamikinn og oft kíminn hátt augnablik úr lífi fólksins í landinu, hvernig daglegt líf var undir þrúgandi stjórnarháttum, sýna tíma umbreytinga, sýna samfélag sem með baráttu fólksins losnar undan stjórnarháttum kommúnismans. Í ljósmyndum Chris Niedenthals er hægt að rekja sögu Póllands allt frá því hann kom þangað fyrst upp úr 1960 allt fram að þeirri byltingu sem kom með verkalýðssamtökunum Samstöðu og öllum þeim þjóðfélagsbreytingum sem fylgdu í kjölfarið, allt fram á daginn í dag. Myndir hans frá árunum 1969 – 1989 sem nú eru til sýnis í Ljósmyndasafni Reykjavíkur eru sterkur vitnisburður um hvíldarlausa baráttu stoltrar þjóðar, sem lét hvorki hervald né hugmyndafræði kúga sig.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.240 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

850 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.700 kr.

Menningarkort 67+, árskort

2.220 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista Borgarsögusafns

Þú færð fréttabréf um opnanir og viðburði ofl.