Skotið 04.06.2015 til 11.08.2015

Dominik Smialowski – Brotlending

Sýningin Brotlending eftir ljósmyndarann Dominik Smialowski byggir á vísindaskáldsögulegum söguþræði. Um er að ræða sviðsettar senur með flugmanni í aðalhlutverki, týndum og örvingluðum eftir að hafa brotlent á ókunnum slóðum. Þó hann viti að staða hans sé vonlaus leitar hann leiða til að komast aftur til baka.

Brotlending

Myndirnar búa yfir sterku myndmáli þar sem söguþráðurinn er skýr án þess að texti komi við sögu. Áhorfandinn er leiddur inn í uppspunninn heim sem spilar sterkt inn á tilfinningaskalann. Sterkust eru vísindaskáldssögulegu áhrifin í söguhetjunni og sérstökum búningi hans. Þar er margt sem minnir á kvikmyndir á borð við 2001: A Space Odyssey eftir Stanley Kubrick og Moon eftir Duncan Jones þar sem einni persónu er fylgt út í gegnum myndina. Verkið ber með sér einmanaleika með því að kynna aðeins eina persónu til leiks á því er virðist ókunnum slóðum.

Í fyrstu er ekki ljóst hvort hann hafi fundið aðra plánetu, leitað að lífi í líkingu við okkar, eða er kominn aftur á heimaplánetu sína jörðina og séð að öll siðmenning hafi verið þurrkuð út í fjarveru sinni. Eftir að hafa fundið tvo hesta á víðavangi er hægt að gera sér grein fyrir að svo er ekki. Á þeim punkti byrjar áhorfandinn að furða sig á hvað hafi gerst og hvar allir séu. Líkt og maður í tilvistarkreppu sjáum við flugmanninn liggja á bakinu, stara upp í skýin, hnipraðan saman í fósturstöðu, ráfandi eirðarleysislega um, og hlaupandi um viti sínu fjær í örvæntingarfullri von um að finna svör. Að lokum hverfur hann sjónum.

Tekið úr texta eftir Pinar Noorata, My Modern Met.

Dominik Smialowski er fæddur 1981 í Varsjá, Póllandi. Afskipti hans af ljósmyndun hófust fyrir alvöru er hann fékk námsstyrk við Kvikmyndaskólann í Varsjá. Hann hefur hlotið verðlaun í mörgum ljósmyndasamkeppnum og vinnur sem ljósmyndari fyrir fjölmörg ólík fyrirtæki.

Dominik vil koma á framfæri sérstaks þakklæti til kærustu sinnar Joanna Pawłowska sem hjálpaði honum mjög mikið við gerð myndraðarinnar. Án hennar væri enginn flugmaður.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.