Skotið 03.02.2022 til 27.03.2022

Elías Arnar - Árstíðir birkisins

Sýning ljósmyndarans Elíasar Arnars „Árstíðir birkisins“ samanstendur af tólf innrömmuðum ljósmyndum af íslenska birkinu í öllum árstíðum. Hún er einskonar samþætting á landfræðilegum og heimspekilegum nálgunum á trjátegund sem hefur spilað stórt hlutverk í menningu, sögu og umhverfi á Íslandi.

Ljósmyndasafn - Elías Arnar
Ljósmynd: Elías Arnar

Ætlunin með sýningunni er að varpa ljósi á mikilvægi birkisins og hlutverki þess í íslenskum vistkerfum og á sama tíma er ljósmyndaranum hugleikið að ýta undir frekari vernd og/eða endurheimt á þeim vistkerfum sem einkenndu Ísland fyrir landnám.

Gögn sýna að Ísland var að miklu leyti þakið birkiskógum við landnám og að tréð hafi að mörgu leyti verið lifibrauð fólks þar sem nýting á borð við eldivið, byggingarefni, beit o.þ.h. var fólki lífsnauðsynleg vegna einangrunar landsins. Í dag er þetta auðvitað álitið sem ósjálfbær nýting á viðkvæmri auðlind en spurningar vakna um það hvort saga og menning landsins hefði verið öðruvísi ef þetta hefði ekki verið gert. 

Elías Arnar er sjálfstætt starfandi ljósmyndari, landvörður og landfræðinemi við Háskóla Íslands. Verk hans sækja innblástur úr landfræðilegum fyrirbærum sem varpa ljósi á samspil manns og náttúru. Með verkum sínum vill Elías vekja fólk til umhugsunar um útivist, náttúrutengingu og umhverfismál almennt. Lykilþáttur í nálgun hans að listsköpun er að huga að veru- og þekkingarfræðilegum hugmyndum um landfræðileg fyrirbæri og ýta undir hugmyndir um náttúruna sem síbreytilegar fremur en fastmótaðar. Sýningin  „Árstíðir birkisins“er hluti af þeirri nálgun þar sem ljósi er varpað á birkið í síbreytilegu loftslagi árstíðanna á Íslandi og sýnir fólki lítinn og einfaldan hluta af náttúrunni með augum landfræði-ljósmyndara.

Ljósmyndasafn - Elías Arnar
Ljósmynd: Elías Arnar

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.