Grófarsalur 17.09.2022 til 11.12.2022

Elvar Örn Kjartansson │Kerfið

Á sýningunni „Kerfið“ leitast Elvar Örn Kjartansson við að draga upp á yfirborðið hið ósýnilega kerfi sem liggur að baki nútíma þægindum og við tökum sem sjálfsögðum hlut.

Elvar Örn Kjartansson - Skolphreinsistöð Sæbraut
Elvar Örn Kjartansson - Skolphreinsunarstöð Sæbraut

Frá árinu 2016 hefur Elvar Örn unnið að umfangsmiklu ljósmyndaverkefni þar sem hann hefur heimsótt fyrirtæki og stofnanir á Íslandi og myndað þar ýmis rými. Um er að ræða stórt og flókið kerfi sem samanstendur af mannvirkjum, stofnunum og þjónustufyrirtækjum og óteljandi pörtum sem eru innviðir þess. Hvert og eitt þeirra þjónar sínum sérstaka tilgangi og sér til þess að þjóðfélagið nær að ganga sinn vanagang frá degi til dags og við lifum og hrærumst í því  nánast óafvitandi. Það er ekki fyrr en rafmagnið fer af eða þegar netsambandið virkar ekki að við finnum fyrir því en einkum þegar farið er í verkfall í heilu atvinnugreinunum.

Með því að taka fyrir svo víðfeðmt viðfangsefni, sem í senn er óhlutbundið og hlutbundið, og draga það saman í myndrænt samhengi er markmiðið að vekja hinn almenna borgara, áhorfandann, upp úr dvala, ef svo má segja, í átt til meðvitundar um mikilvægi þessara hluta. Með aukinni vitund og virðingu fyrir atvinnugreinum þjóðfélagsins, sem hver um sig er mikilvægur hlekkur kerfisins er verkefninu ætlað að vekja umræðu og spurningar um lifnaðarhætti í fortíð, nútíð og framtíð.

Tímasetning sýningarinnar á einkar vel við út frá birtingarmynd þeirrar utanaðkomandi vár sem Covid-19 hefur verið í íslensku samfélagi undanfarin tvö ár. Reynt hefur mikið á allt kerfið sem við búum við og síendurtekið hefur það t.a.m. ýtt heilbrigðiskerfinu út á ystu nöf þannig að lítið má út af bregða.

Elvar Örn leitast við að hafa myndirnar einfaldar og án fólks. „Fólk kemur og fer en eftir stendur kerfið sem  keyrir daginn út og inn – allan ársins hring. Kerfið, sem sér til þess að hinn almenni borgari geti kveikt á ljósunum, hækkað í ofnunum, eldað sér í matinn, kveikt á sjónvarpinu og sturtað niður úr klósettinu án fyrirhafnar.“

Elvar Örn hefur haft ljósmyndun að aðalstarfi síðastliðin fimmtán ár og hafa verk hans á þeim tíma þróast í áttina að abstrakt myndlist. Prentverk sem hann vann með photogravure/heliogravure koparplötu þrykktækni í Noregi veitti honum inngöngu inn í NBK – norska listamannasambandið og norska grafíksambandið. Hann er einnig meðlimur í Íslenskri Grafík og KIMIK – samtökum listamanna á Grænlandi. Í dag býr og starfar Elvar Örn í Nuuk á Grænlandi ásamt því að vinna að ýmsum verkefnum á Norðurlöndunum auk þess sem hann hefur verið að vinna við postulíns og brons-skúlptúrgerð í Kína undanfarin ár. Er Elvar Örn bjó í Noregi fór hann í tvo vísindaleiðangra til austurstrandar Suðurheimskautsins sem ljósmyndari og aðstoðarmaður á vegum norsku heimskautsstofnunarinnar.

Elvar hefur verið búsettur í Nuuk á Grænlandi frá 2015 þar sem hann hefur unnið að ýmsum verkefnum og sýningum tengdum veiðimönnum. Árið 2017 ferðaðist Elvar yfir fimm mánuði í kringum Grænland á milli helstu bæi í tengslum við ljósmyndaverkefnið „Piniartoq“. Verkefnið var styrkt af listasjóðum á Grænlandi. 

Elvar Örn - Írafossvirkjun, Hverfill 1
Elvar Örn Kjartansson - Írafossvirkjun, Hverfill 1
Elvar Örn Kjartansson - Skatturinn
Elvar Örn Kjartansson - Skatturinn

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.