Skotið 09.06.2022 til 16.08.2022

Ester Jóhannesdóttir │Ljósrými – skuggarými

Með aukinni náttúrulegri birtu verður ljósmyndun auðveldari og aðgengilegri og andstæður verða skýrari eftir því sem myrkrið verður minna. Athöfnin að ljósmynda eða mynda ljós á sér margar birtingarmyndir.

Ljósrými - Skuggarými
Ester Jóhannesdóttir Ljósrými – skuggarými

Sýningin Ljósrými – skuggarými byggir á yfirstandandi rannsókn Esterar Jóhannesdóttur á ljósmyndun í afmörkuðu rými. Hún leitast við að ljósmynda birtu og skugga í innviðum bygginga með náttúrulegri lýsingu, en einnig úti með rafmagnsljósi. Með því vill Ester skoða hvaða áhrif birtan/ljósið, náttúrulegt eða rafmagns, hefur á rýmið og myndina. 

Ljósið er frumkraftur í náttúrunni og grundvöllur ljósmyndunar ásamt myrkrinu – því án þess væri ekkert ljós. Að búa í landi andstæðna þar sem birtumagnið er mikið á sumrin en af skornum skammti á veturna hefur gríðarleg áhrif á fólk.

Í myndunum leikur Ester sér að frumformunum með ljósinu og bilinu á milli þessara andstæðna. Við það verða til abstrakt form og skuggar verða greinilegri í afmörkuðum ramma myndflatarins þar sem hið ljóðræna er aldrei langt undan.

Sýningin veltur upp tilvistarlegum spurningum sem vakna út frá ljósi og formum í ljósmyndun ásamt því að velta fyrir sér hvernig sköpunarþráin tengist því hvernig mannkynið hefur þraukað á jörðinni.

Ester Jóhannesdóttir útskrifaðist með MFA gráðu frá University of Leeds árið 2010 og hefur fengist við listsköpun í yfir 30 ár.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.240 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

850 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.700 kr.

Menningarkort 67+, árskort

2.220 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista Borgarsögusafns

Þú færð fréttabréf um opnanir og viðburði ofl.