Grófarsalur 20.09.2020 til 10.01.2021

Fjarski og nánd. Íslensk samtímaljósmyndun

Sýningin er unnin í samstarfi við Félag íslenskra samtímaljósmyndara.

Albino
Hallgerður Hallgrímsdóttir, Án titils, 2012

Á sýningunni Fjarski og nánd. Íslensk samtímaljósmyndun, heyrast raddir ýmissa þeirra sem sett hafa svip sinn á íslenska samtímaljósmyndun undanfarna tvo áratugi. Hér er gestum boðið að „sjá meira“ og velta fyrir sér hvað gerist þegar lengi er horft á ljósmyndir. Myndirnar hafa verið valdar út frá þeim forsendum að hver einstök mynd talar á sinn sérstaka hátt inn í samtímann. Sumar sýna raunveruleikann á beinskeyttan hátt á meðan aðrar rugla okkur í ríminu. Allar vekja þær til umhugsunar um málefni líðandi stundar og taka ákveðna afstöðu til lífsins og samfélagsins sem við og þær eru hluti af.

Ljósmyndin flöktir á milli hversdagslegra samfélagsmiðla og hins upphafna listrýmis, en í samtímaljósmyndun er tekin afstaða til miðilsins og til sögulegra eiginleika hans. Hún lýsir samtímanum sem sérstöku ástandi sem birtist í síbreytilegum tengslum einstaklingsins við sinn eigin tíma, þar sem hann ýmist samsamar sig eða fjarlægir sig frá honum, oftast í þeim tilgangi að skynja betur tímann sem líður eða jafnvel til að greina hann. Samtímaljósmyndun snýst því um ákveðna úrvinnslu þar sem flakkað er á milli nándar og fjarska, samtíma og fortíðar, minninga og álitamála dagsins í dag.

Sýningarstjóri Æsa Sigurjónsdóttir

Sýningin er sett saman í tengslum við efni bókarinnar Fegurðin er ekki skraut. Íslensk samtímaljósmyndun. Ritstjórar: Sigrún Alba Sigurðardóttir og Æsa Sigurjónsdóttir, Reykjavík: FíSL / Fagurskinna, 2020, 328 bls.

Sýningartími : 20. september 2020 – 10. janúar 2021.

Sýnendur:

Agnieszka Sosnowska
Bára Kristinsdóttir
Bjargey Ólafsdóttir
Bragi Þór Jósefsson
Claudia Hausfeld
Daníel Þorkell Magnússon
Einar Falur Ingólfsson
Guðmundur Ingólfsson
Gunnhildur Hauksdóttir
Hallgerður Hallgrímsdóttir
Katrín Elvarsdóttir
Kristinn Ingvarsson
Kristleifur Björnsson
Orri
Pétur Thomsen
Spessi

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskar

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað 13. maí

Hvítasunna

Lokað 23.-24. maí

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.000 kr.

Börn og öryrkjar

Ókeypis

Nemendur með gilt skólaskírteini

720 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.500 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Ókeypis

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.