SKOTIÐ 18.08.2016 til 04.10.2016

FYRRA SJÁLFIÐ: Beate Körner

Í myndaröðinni Fyrra sjálfið skoðar listamaðurinn Beate Körner þær huglægu aðferðir sem við notum til að skilja á milli þeirrar manneskju sem við vorum í fortíð og þeirrar sem við erum í nútíð. Togstreita á milli fortíðar og nútíðar verður stundum til þess að við útrýmum eða reynum að grafa okkar fyrri sjálf í undirmeðvitundina. Í listsköpun sinni leitast Beate við að tjá viðbrögð við kvíða og óánægju yfir hinu fyrra sjálfi.

Ljósmyndasafn_Reykjavíkur_photo_beate_korner.jpg

Á sýningunni eru ljósmyndir sem Beate tók á einum gjörninga sinna, þær sýna líkama hennar í undarlegum og afbökuðum stellingum. Á seinni stigum myndvinnslu málaði hún á ljósmyndina í þeim tilgangi að afmá sjálfa sig af myndinni. Manneskjan verður óþekkjanleg, formlaus skuggi, vafin í þéttofinn hjúp sem engin leið er að sleppa úr. Sýningarstjóri er Hanin Hannouch.

Beate Körner (f.1987) býr og starfar í Reykjavík, Íslandi og Potsdam, Þýskalandi. Hún lærði myndlist í Þýskalandi og Bretlandi. Beate er fjölhæfur listamaður en ásamt ljósmyndun leggur hún stund á sviðslistir og teikningu ásamt því að vinna með texta og margmiðlun. Oft tvinnar hún ólíkum listformum saman. Verk hennar hafa verið sýnd víða í Þýskalandi (Bundeskunsthalle Bonn, Städtische Galerie Karlsruhe, Kunstverein Wilhelmshöhe), einnig í Bretlandi, Noregi, Chile, Rússlandi og Íslandi.

Hanin Hannouch (f.1989) er listfræðingur, kvikmyndafræðingur og stofnandi kinoimages.com. Hún er með gráður í listasögu, fornleifafræði og safnfræði frá Líbanon, Frakklandi og Þýskalandi. Þessi misserin vinnur hún að doktorsritgerð sinni við IMT Lucca á Ítalíu en viðfangsefni hennar eru hugmyndir Sergei Eisenstein er varða listasögu. Einnig vinnur hún að tímabundnum rannsóknum við Jacobs University í Bremen í Þýskalandi.

Nánari upplýsingar er að finna á vef listakonunnar beatekoerner.com 

 

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.240 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

850 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.700 kr.

Menningarkort 67+, árskort

2.220 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista Borgarsögusafns

Þú færð fréttabréf um opnanir og viðburði ofl.