Skotið 03.06.2023 til 13.08.2023

Giita Hammond │Sjávarsýn - óður til hafsins og vináttu kvenna

‘Sjávarsýn’ er ljósmynda - og vídeóverk eftir Giitu Hammond. Myndirnar tók hún í sjósundi með vinkonum sínum í Dublin á Írlandi á fyrsta og hálfa ári Covid faraldursins. Verkið fjallar um frelsið sem þær fundu í hafinu og styrkingu vináttunnar sem var mikilvægur þáttur í að halda geðheilsu á tímum mikilla takmarka.

Mynd af konu í hafinu við Dublin. Picture of a woman in the sea by Dublin.
Tara í hafinu við Dublin

Sjórinn virkar í senn kaldur, djúpur og fráhrindandi en verður fljótt seiðandi mjúkur, umvefjandi og huggandi. ‘Sjávarsýn’ hefur draumkenndan blæ, er mynduð með sama lágrétta sjónarhorninu og með lítinn hluta myndarinnar í fókus. Það er eins og áhorfandinn sé líka í sjónum með þeim.

Myndirnar eru teknar í 50-100 metra fjarlægð frá landi í kringum Sandycove og Forty Foot í Dublin í öllum veðrum og á mismunandi tíma dags. Tilgangur myndatökunnar var í fyrstu að afla heimilda um þetta skrýtna tímabil en þróaðist yfir í umfangsmeira verkefni og varð mun persónulegra og átakanlegra þegar leið á tímann. Útkoman varð ‘Sjávarsýn  - óður til hafsins og vináttu kvenna‘.

Giita Hammond er af íslenskum og írskum ættum. Hún hefur fengist við ljósmyndun og myndlist frá unga aldri. Tvítug flutti hún frá Íslandi til Dublin á Írlandi, nam þar margmiðlun og síðan ljósmyndun í Institute of Art, Design & Technology (IADT) þaðan sem hún lauk B.A. gráðu. List Giitu einkennist af sterkum samtímamyndum, innblásnar af náttúrunni, vatni og náttúrlegu birtu.

Fyrir utan að vera sjálfstætt starfandi ljósmyndari hefur Giita einnig kennt ljósmyndun í um 10 ár. Verkin hennar hafa verið sýnd á samsýningum sem einkasýningum. Má þar nefna tvær einkasýningar í Dublin á síðasta ári: ‘Maureen’ sem er persónulegt verk um írsku ömmu hennar sem glímir við heilabilun og ‘View from the Sea’ sem haldin var í The Darkroom, Dublin á Photo Ireland hátíðinni í júlí 2022 styrkt af The Arts Council of Ireland. Eftir margra ára fjarveru er Giita aftur flutt til Reykjavíkur með fjölskyldunni og er að vinna að persónulegum verkefnum.

www.giitahammond.com

www.instagram.com/giita_hammond_photography/

facebook.com/Giita.Hammond.Photography

Ljósmynd af ljósmyndaranum Giitu Hammond í sjósundi við Dublin
Giita Hammond ljósmyndari í sjósundi við Dublin

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.