Skotið 20.08.2022 til 16.10.2022

Gissur Guðjónsson│Svæði

Í verkinu „Svæði“ eru kannaðir óskilgreindir staðir þar sem hafa safnast saman ummerki um tilvist mannsins.

Gissur Guðjónsson - Svæði/Sites
Gissur Guðjónsson Svæði

Gissur nýtir sér þennan efnivið og myndar úr því sitt eigið landslag. Hann mótar það með því að brengla sjónarhornið og notast við aðferðafræði ljósmyndakorts (e. photomapping) við að raða saman myndunum. Svæðin sem Gissur myndar virðast fyrir hreina tilviljun hafa orðið að tímabundnum griðastað fyrir hluti sem fólk sér ekki not fyrir lengur. Forvitni og einlægur áhugi Gissurs á hlutum sem hafa tapað notagildi sínu skín í gegn í verkinu, og var það drifkraftur hans við vinnslu verksins.

Gissur Guðjónsson (f. 1991) býr og starfar á Selfossi. Gissur lagði stund á nám í Ljósmyndaskólanum þaðan sem hann útskrifaðist í janúar 2020.

https://gissurgudjonsson.com/

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.