Gissur Guðjónsson│Svæði
Í verkinu „Svæði“ eru kannaðir óskilgreindir staðir þar sem hafa safnast saman ummerki um tilvist mannsins.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Gissur nýtir sér þennan efnivið og myndar úr því sitt eigið landslag. Hann mótar það með því að brengla sjónarhornið og notast við aðferðafræði ljósmyndakorts (e. photomapping) við að raða saman myndunum. Svæðin sem Gissur myndar virðast fyrir hreina tilviljun hafa orðið að tímabundnum griðastað fyrir hluti sem fólk sér ekki not fyrir lengur. Forvitni og einlægur áhugi Gissurs á hlutum sem hafa tapað notagildi sínu skín í gegn í verkinu, og var það drifkraftur hans við vinnslu verksins.
Gissur Guðjónsson (f. 1991) býr og starfar á Selfossi. Gissur lagði stund á nám í Ljósmyndaskólanum þaðan sem hann útskrifaðist í janúar 2020.