Guðmundur Ingólfsson – Óðöl og innréttingar
Guðmundur (f. 1946) lærði ljósmyndun hjá Otto Steinert við Folkwangschule für Gestaltung í Essen í Þýskalandi á árunum 1968 -1971 og var síðar aðstoðarmaður hans. Guðmundur hefur rekið ljósmyndastofuna Ímynd frá 1972 og fengist við alls konar ljósmyndun, aðallega fyrir auglýsingar og leikhús. Myndir Guðmundar hafa birst víða og verið á mörgum sýningum, enda er Guðmundur meðal kunnustu ljósmyndara Íslands.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Á sýningunni Óðöl og innréttingar gefur að líta úrval ljósmynda úr fjórum syrpum sem Guðmundur hefur unnið að undanfarna tvo áratugi. Fyrst má telja „Sjoppurnar“, 11 stórar litmyndir frá árunum 1989–1999. Þá stórar, svarthvítar myndir, flestar teknar í miðbænum, sem tengjast að miklum hluta skráningu á öllum húsum í Kvosinni á árunum 1986–87. Enn fremur gefur að líta syrpu af litlum, svarthvítum myndum, eins konar „gripið og greitt Reykjavíkurblús” og loks nokkrar myndir úr syrpu um útjaðar Stór-Reykjavíkur sem hefur vinnuheitið Smálönd.