13.09.2009 til 11.01.2010

HEIMA – HEIMAN - Katrín Elvarsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir

Á sýningunni Heima – Heiman hittum við fyrir ólíka einstaklinga sem allir eiga það sameiginlegt að hafa þurft að flýja heimkynni sín. Flestir hafa þeir þurft að yfirgefa heimaland sitt vegna stríðsátaka. Sumir hafa leitað skjóls í flóttamannabúðum – aðrir hafa flúið land úr landi – en allir eiga þeir sameiginlegt að hafa að lokum komið hingað til Íslands og búið sér hér nýtt heimili.

Heima-heiman

Á sýningunni Heima – Heiman fáum við innsýn í líf flóttamanna og hælisleitenda sem komið hafa til Íslands á síðustu árum og áratugum. Á ljósmyndum Katrínar Elvarsdóttur ganga þeir til móts við okkur. Þeir sýna okkur hverjir þeir eru – en við getum aðeins gert okkur í hugarlund hvað þeir hafa fram að færa, hvaða sögu þeir hafa að geyma. Engu að síður veita þeir okkur aðgang að tilfinningum sínum. Við skynjum brot af sögu þeirra og tilfinningum í gegnum einn einstaka hlut sem fylgt hefur þeim frá gamla heimalandinu og hingað heim.

Brot af sögu þeirra er jafnframt miðlað með texta sem unninn er upp úr viðtölum Sigrúnar Sigurðardóttur við hælisleitendur og flóttamenn á Íslandi. Á hljóðupptöku sem er hluti af sýningunni getum við hlustað á einstaka flóttamenn segja frá reynslu sinni. Þeir leitast við að koma upplifunum sínum í orð, finna þeim stað í tungumálinu. Flest vitum við hversu erfitt getur verið að miðla flókinni atburðarrás og

djúpum tilfinningum með orðum einum saman. Þegar orðin sem við þurfum að nota eru þar fyrir utan framandi tungumál, getur verkefnið orðið næstum óyfirstíganlegt. Þess vegna er enn mikilvægara að við leggjum vel við hlustir. Að við bæði horfum og hlustum.

Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari á að baki farsælan og fjölbreyttan feril sem ljósmyndari. Hún lauk B.F.A. prófi frá Art Institute of Boston árið 1993 og hefur síðan þá haldið fjölda einkasýninga á Íslandi, í Bandaríkjunum og í Danmörku, nú síðast í Gallerí Ágúst þar sem sýning hennar Margsaga opnaði í ágúst síðastliðnum. Katrín er einn af stofnfélögum í Félagi íslenskra samtímaljósmyndara.

Sigrún Sigurðardóttir er menningarfræðingur og hefur sérhæft sig í rannsóknum á ljósmyndum og þýðingu þeirra fyrir upplifun og skilning fólks á veruleikanum í fortíð og nútíð. Sigrún vinnur nú að ljósmyndarannsókn á Þjóðminjasafninu auk þess sem hún kennir við Listaháskóla Íslands.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.240 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

850 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.700 kr.

Menningarkort 67+, árskort

2.220 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista Borgarsögusafns

Þú færð fréttabréf um opnanir og viðburði ofl.