Skotið í Ljósmyndasafni Reykjavíkur 28.01.2017 til 21.03.2017

Heimasætan/Sveitapiltsins draumur

Vigdís Heiðrún Viggósdóttir

Heimasætan / Sveitapiltsins draumur

Frásagnir af ást og ástleysi

„Vorið 2015 dvaldi ég á listasetrinu Bæ við Höfðaströnd í Skagafirði ásamt sjö öðrum konum. Þar var ég í viku við ljósmyndun og listsköpun undir leiðsögn Elizabeth Opalenik sem hélt „vinnustofu“ á staðnum.

Eitt af viðfangsefnum okkar var að mynda eyðibýli. Við fengum leyfi til að fara inn í eyðibýlið Miðhús. Þar leyndust sögur í hverju skúmaskoti sem endurspegluðu veröld þeirra sem þar bjuggu áður, sem og ímyndaða tilveru sem þessar tvær sögur eru sprottnar úr. Í hvorri seríu fyrir sig eru sex myndir, með hverri mynd fylgir sex orða örsaga sem segir sögu augnabliksins en augnablikin eru sem perlur á bandi og segja sögu lífsins.“  - VHV

Heimasætan

Myndaröðin Heimasætan er ástarsaga úr sveitinni, með súrsætum keim. Saga fortíðar, nútíðar og framtíðar. Rómantíkin tekur völd en ekki má hafa hátt um þær tilfinningar sem krauma undir niðri. Ástin blómstrar en innri barátta og togstreita einkennir lífið, uppgjör á sér stað.

Þær ná saman og sætleiki samneytis streymir um æðarnar. Á sama tíma er þögnin ærandi og feluleikurinn lýjandi, elskendur verða að leyna ást sinni því samfélagið samþykkir ekki ástarsamband þeirra. Fyrr eða síðar raknar lygavefurinn upp og sannleikurinn gerir þær frjálsar. Þá er bara spurning hvort ástin þoli frelsið, fái vængi og taki flugið, eða verði slegin niður í stormhviðum atburðarása.

Sveitapiltsins draumur

Myndaröðin Sveitapiltsins draumur er saga af ástleysi, gömul saga og ný, þar sem viðhorf samfélagsins halda einstaklingnum í viðjum fordóma og koma í veg fyrir að hann njóti sín og lifi samkvæmt kynhneigð sinni.

Samkynhneigður einstaklingur á í harðri innri baráttu, hann er uppfullur af neikvæðum tilfinningum og eigin fordómum sem byggja á speglun samfélagsins. Hann tekst á við lélegt sjálfsmat og sjálfseyðingarhvöt. Lifir hann þetta af, nýtur lífsins og leyfir sér að elska, eða heldur hann áfram að grafa sína eigin gröf og lifa lífi sínu sem strengjabrúða? Líf er í húfi, látum af fordómum. Ástin er allra.

Kjarni verksins

Einelti og vanvirðing markar djúp spor innra með þeim einstaklingum sem fyrir því verða og hefur mikil áhrif á velferð þeirra og hamingju. Verum því góð hvert við annað og fögnum fjölbreytileikanum.

Sýningin stendur til 21. mars 2017.

Um ljósmyndarann

Vigdís Heiðrún Viggósdóttir (f.1960) er fædd og uppalin á Skagaströnd en er búsett í Grindavík. Sálarlíf einstaklinga er Vigdísi hugleikið en hún nýtur þess að rýna í skúmaskot mannlegra tilfinninga og reynir að fanga á myndrænan hátt margbreytilegt tilfinningaróf mannsins. Hún útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum árið 2014.

Hún hefur gert eftirfarandi seríur:

Með eigin augum: Sýnt 2012 í almenningsrýmum í Reykjavík, Reykjanesbæ, Grindavík og á Skagastönd.

Samruni: Sýnt 2013, Duushúsi Listasafni Reykjanesbæjar, Grindavík, Skagaströnd og í Listagjánni á Selfossi.

Skepna: Sýnt 2014 í almenningsrýmum í Reykjavík, Reykjanesbæ, Hótel Northern light inn, Grindavík og Skagaströnd.

Heimasætan: Sýnt 2015 í Listasafni Reykjanesbæjar, almenningsrými í Grindavík og Skagaströnd. Verkið er í eigu safnsins.

Sveitapiltsins draumur: Sýnt 2016 í Listasafni Reykjanesbæjar. Verkið er í eigu safnsins.
Leyst úr læðingu: Sýnt 2016 í almenningsrýmum í Reykjanesbæ, Blönduósi og Skagaströnd.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.240 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

850 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.700 kr.

Menningarkort 67+, árskort

2.220 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista Borgarsögusafns

Þú færð fréttabréf um opnanir og viðburði ofl.