Henry Cartier Bresson – Paris
Franski ljósmyndarinn Henri Cartier-Bresson sem nú er á áttræðisaldri hóf listferil sinn sem listmálari en sneri sér að ljósmyndun um 1930. Cartier-Bresson er þekktasti núlifandi ljósmyndari heims og hefur nafn hans og list jafnan tengst hugtakinu “hin afgerandi augnablik”. Hann er einn af fremstu listamönnum 20. aldar og átti ríkan þátt í að gera ljósmyndun að sjálfstæðri og viðurkenndri listgrein.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Þetta er í fyrsta sinn sem Cartier-Bresson heldur einkasýningu á Íslandi. Um er að ræða 83 ljósmyndir sem Cartier-Bresson tók í Parí sarborg og hefur sjálfur valið þessa sýningu.
Sýningin er unnin í samvinnu við Magnum Photos París, umboðsskrifstofu sem Cartier-Bresson stofnaði ásamt þremur öðrum ljósmyndurum árið 1947.
Parísarmyndirnar voru teknar á árunum 1929-1985 og ná yfir nær allan ljósmyndaferil listamannsins. Sýningin dregur fram einstaka og mynd af ferli og listrænum hæfileikum Cartier-Bresson. París sem viðfangsefni hefur ávallt haft mikla sérstöðu hjá honum og á sýningunni má finna margar af þekktustu ljósmyndum listmannsins, m.a. portrettmyndir sem nánast má líkja við íkona.
Sýninguna styrkti AFAA (Association Francaise d´Actions Artistique).