Grófarsalur 06.03.2021 til 19.09.2021

Hið þögla, en göfuga mál │Sigurhans Vignir

Sýningin Hið þögla, en göfuga mál er yfirlitssýning um ljósmyndaferil Sigurhans Vignis (1894-1975) en hann starfaði sem ljósmyndari frá 1917 til 1965, lengst af í Reykjavík.

Ljósmynd af verkamönnum við vinnu í Malbikunarstöð Reykjavíkur á fimmta áratugnum.
Verkamenn við vinnu í Malbikunarstöð Reykjavíkur á fimmta áratug síðustu aldar

Vignir skildi eftir sig verðmætt filmusafn sem varðveitt er á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Í því eru ríflega 40 þúsund myndir, flestar teknar á árunum 1940-1965. Margar þeirra eru þýðingar-miklar heimildir um mannlíf og uppbyggingu íslensks þjóðfélags á fyrstu áratugum lýðveldisins. Viðfangsefnin eru af ýmsum toga en tengjast oftast fjölskrúðugu atferli manneskjunnar frá vöggu til grafar s.s.; skírn barns, stofnun lýðveldis, verkafólk við vinnu, skautahlaup, hernám á hlutlausu þjóðríki, fegurðarsamkeppni í Tívolí, afmæli, hárkollugerð o.s.frv.

Vignir tók fjölda mynda fyrir Reykjavíkurborg og eru margar þeirra mikilvægar heimildir um starfsemi sveitarfélagsins, sögu þess og þróun. Þá var Vignir einnig mikilvirkur leikhúsljósmyndari og tók myndir fyrir Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur og önnur minni leikfélög.

Á sýningunni verður um 110 nýjar stækkanir gerðar eftir upprunalegum filmum auk nokkurs af frummyndum, bæði portrett og handlitaðar landslagsmyndir.

Sýningarstjórn og myndaval: Gísli Helgason, Sigríður Kristín Birnudóttir og Kristín Hauksdóttir.

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um sýninguna vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið borgarsogusafn@reykjavik.is 

vig_4_saman3.jpg
Fjórar samsettar ljósmyndir eftir Sigurhans Vigni

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-17:00

fös 11:00-17:00

helgar 13:00-17:00

Lokað:

Á páskum frá fimmtudegi - mánudags. Hvítasunnudag og annan í hvítasunnu.

24.-26. des og 31. des.-1. jan ár hvert

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.000 kr.

Börn 17 ára og yngri

Ókeypis

Öryrkjar

Ókeypis

Nemendur með gilt skólaskírteini

720 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.500 kr.

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.