Hið þögla en göfuga mál │Sigurhans Vignir
Sýningin Hið þögla en göfuga mál er yfirlitssýning um ljósmyndaferil Sigurhans Vignir* (1894-1975) en hann starfaði sem ljósmyndari frá 1917 til 1965, lengst af í Reykjavík.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Vignir skildi eftir sig verðmætt filmusafn sem varðveitt er á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Í því eru ríflega 40 þúsund myndir, flestar teknar á árunum 1940-1965. Margar þeirra eru þýðingar-miklar heimildir um mannlíf og uppbyggingu íslensks þjóðfélags á fyrstu áratugum lýðveldisins. Viðfangsefnin eru af ýmsum toga en tengjast oftast fjölskrúðugu atferli manneskjunnar frá vöggu til grafar s.s.; skírn barns, stofnun lýðveldis, verkafólk við vinnu, skautahlaup, hernám á hlutlausu þjóðríki, fegurðarsamkeppni í Tívolí, afmæli, hárkollugerð o.s.frv.
Vignir tók fjölda mynda fyrir Reykjavíkurborg og eru margar þeirra mikilvægar heimildir um starfsemi sveitarfélagsins, sögu þess og þróun. Þá var Vignir einnig mikilvirkur leikhúsljósmyndari og tók myndir fyrir Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur og önnur minni leikfélög.
Á sýningunni verður um 110 nýjar stækkanir gerðar eftir upprunalegum filmum auk nokkurs af frummyndum, bæði portrett og handlitaðar landslagsmyndir.
Sýningarstjórn og myndaval: Gísli Helgason, Sigríður Kristín Birnudóttir og Kristín Hauksdóttir.
Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um sýninguna vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið borgarsogusafn@reykjavik.is
*27. ágúst 1918 fékk Sigurhans ráðherrabréf sem veitti honum leyfi til að taka upp ættarnafnið Vignir. Að ósk afkomenda er ættarnafnið ekki fallbeygt.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
