SKOTIÐ 02.06.2016 til 09.08.2016

Horfur

Charlotta María Hauksdóttir

26. október - Charlotta María Hauksdóttir
26. október

Verkið ​Horfur var unnið á Íslandi haustið 2015 þar sem við fjölskyldan dvöldum tímabundið. Fyrir utan svefnherbergisgluggann var garður með miklum gróðri sem ég fékk strax áhuga á að mynda. Við hliðina á glugganum var segultafla sem á hékk lítil vatnslitamynd og fékk ég hugmynd um að hengja myndir á töfluna, bæði fréttamyndir og persónulegar myndir. Það sem vakti áhuga minn var samspilið milli þess sem var að gerast úti í heimi, fyrir utan gluggann og í lífi fjölskyldunnar.

Á þessum fjórum mánuðum fylltist taflan smám saman, á meðan gróðurinn hopaði fyrir vetri. Yfir þennan tíma tók ég 80 myndir og er því einungis sýnishorn af verkinu hér í Skotinu. Ég hafði gert áþekkt verk á árunum 2008-­2009 sem ég setti fram í handgerðri bók sem sýnd var í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Þjóðminjasafninu og nú síðast í Susan Eley Fine Art í New York.

Charlotta María Hauksdóttir er fædd í Reykjavík en býr nú og starfar í Palo Alto, Kaliforníu. Hún útskrifaðist með Master of Fine Art gráðu í ljósmyndun árið 2004 frá San Francisco Art Institute og BA gráðu frá Istituto Europeo di Design á Ítalíu árið 1997. Charlotta hefur haldið einkasýningar og tekið þátt fjölmörgum samsýningum bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Hennar myndir má finna bæði í opinberri og einkaeigu víðsvegar um heim og hafa birst í fjölmörgum bókum og tímaritum.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.