Skotið í Ljósmyndasafni Reykjavíkur 12.10.2017 til 05.12.2017

HRAUN: Yogan Muller

Sýning Yogans Muller "Hraun", sem nú er sett upp í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur, byggir á samnefndri ljósmyndaseríu sem er könnun á svæðum í jaðri Stór-Reykjavíkursvæðisins og á Reykjanesi.

Ljósmyndasafn- Yogan Muller Hraun

 „Á þessum svæðum mætir náttúra skipulögðu manngerðum umhverfi, stundum á öfgafullan hátt. Vakning hefur átt sér stað undanfarna áratugi á þeim miklu áhrifum sem maðurinn hefur á náttúru, vist- og veðurkerfi og öfugt. Aðskilnaður hugtaka er ekki eins skýr og áður; náttúra/menning, manneskja/dýr, línurnar eru að mást út. Smátt og smátt er manneskjan að verða samtengdari hlutum og viðföngum sem áður voru skilgreind sem andstæður við mennsku.

Á Reykjanesinu má merkja hraða nútímavæðingu, sífellt fleiri mannvirki rísa þar sem áður voru hraunbreiður svo langt sem augað eygði. Á sama tíma eru jarðhræringar undir yfirborðinu, sterkir náttúrukraftar hrista jarðskorpuna án fyrirvara eða skipulags. Mjúka skjálfta eða hvísl álfa má merkja ef vel er að gáð. Samhljómur milli náttúru og mennsku skiptir miklu máli í aðstæðum sem þessum.

Ég leitaðist við að ná á mynd þessari einingu náttúru og manngerðra hluta í samhljóm og sátt.“

-Yogan Muller

Yogan Muller er doktorsnemi í landslagsljósmyndum og kennslufræðum, staðsettur í Brussel í Belgíu. Að hans mati eru síaukin afskipti manns af náttúru og iðnvæðingu (Mannöld (e. Antropocene)) ein stærsta áskorun sem liggur fyrir vestrænum samfélögum og listinni.

Síðasta einkasýning hans var í Institut Supérieur de l'Étude du Langage Plastique (ISELP) in Brussel. Eins og stendur er Yogan að leggja lokahönd á doktorsverkefni sitt jafnframt því sem hann vinnur að útgáfu á verkum sínum.

 

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni yogan-muller.com

 

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.