Grófarsalur 21.05.2016 til 11.09.2016

Hverfandi menning – Djúpið

Myndir eftir Þorvald Örn Kristmundsson. Sýningin „Hverfandi menning – Djúpið “ fjallar um menningu og samfélag bænda í Ísafjarðardjúpi og gefur innsýn inn í hina forna bændamenningu sem þar ríkir og er hverfandi og breytingar á samfélaginu þar.

Ljósmynd eftir Þorvald Örn Kristmundsson

Menningararfleið okkar er í stöðugri mótun og breytingu. Til að varðveita þá þætti menningararfleið okkar sem eru hverfandi er mikilvægt að fanga þá og festa í minninu fyrir framtíðina í stað þess að skilja eftir óskrifað blað. Verkið  „Hverfandi menning – Djúpið “ fjallar um menningu og samfélag bænda í Ísafjarðardjúpi og gefur innsýn inn í hina fornu bændamenningu sem þar ríkir og er hverfandi og breytingar á samfélaginu þar. Verkið samanstendur af svart/hvítum ljósmyndum af þeim bændum sem eftir eru, eyðibýlum, landslagi og öðrum einkennum þessa svæða og híbýla sem nú er að hverfa.

Þorvaldur hefur unnið við fjölmiðlun frá 1991-2012, aðallega hjá Frjálsri Fjölmiðlun og Árvakri. Í dag er Þorvaldur forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Inkasso og stundar nám í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri. Þorvaldur hefur haldið fjölda einkasýninga á 20 ára ferli sýnum og meðal Visa Pour l´Image - Perpignan, France, Copenhagen Photo Festival og Perspektivet Museum Tromsø Norway. Þorvaldur hefur setið í stjórn og samninganefnd Blaðamannafélags Íslands og verið formaður Blaðaljósmyndara Félags Íslands í 12 ár. Frá 1997 til 2001 vann Þorvaldur verkefni tengt flóttafólki og stríðshrjáðum svæðum í Afganistan, Pakistan, Íran, Kosovó og Bosníu ásamt átökum Palestínumanna og Ísraelsmanna.

Nánari upplýsingar um Þorvald má finna hér.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.240 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

850 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.700 kr.

Menningarkort 67+, árskort

2.220 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista Borgarsögusafns

Þú færð fréttabréf um opnanir og viðburði ofl.