Grófarsalur 21.05.2016 til 11.09.2016

Hverfandi menning – Djúpið

Myndir eftir Þorvald Örn Kristmundsson. Sýningin „Hverfandi menning – Djúpið “ fjallar um menningu og samfélag bænda í Ísafjarðardjúpi og gefur innsýn inn í hina forna bændamenningu sem þar ríkir og er hverfandi og breytingar á samfélaginu þar.

Ljósmynd eftir Þorvald Örn Kristmundsson

Menningararfleið okkar er í stöðugri mótun og breytingu. Til að varðveita þá þætti menningararfleið okkar sem eru hverfandi er mikilvægt að fanga þá og festa í minninu fyrir framtíðina í stað þess að skilja eftir óskrifað blað. Verkið  „Hverfandi menning – Djúpið “ fjallar um menningu og samfélag bænda í Ísafjarðardjúpi og gefur innsýn inn í hina fornu bændamenningu sem þar ríkir og er hverfandi og breytingar á samfélaginu þar. Verkið samanstendur af svart/hvítum ljósmyndum af þeim bændum sem eftir eru, eyðibýlum, landslagi og öðrum einkennum þessa svæða og híbýla sem nú er að hverfa.

Þorvaldur hefur unnið við fjölmiðlun frá 1991-2012, aðallega hjá Frjálsri Fjölmiðlun og Árvakri. Í dag er Þorvaldur forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Inkasso og stundar nám í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri. Þorvaldur hefur haldið fjölda einkasýninga á 20 ára ferli sýnum og meðal Visa Pour l´Image - Perpignan, France, Copenhagen Photo Festival og Perspektivet Museum Tromsø Norway. Þorvaldur hefur setið í stjórn og samninganefnd Blaðamannafélags Íslands og verið formaður Blaðaljósmyndara Félags Íslands í 12 ár. Frá 1997 til 2001 vann Þorvaldur verkefni tengt flóttafólki og stríðshrjáðum svæðum í Afganistan, Pakistan, Íran, Kosovó og Bosníu ásamt átökum Palestínumanna og Ísraelsmanna.

Nánari upplýsingar um Þorvald má finna hér.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.