23.01.2010 til 09.05.2010

Jakob Jakobsson - GENGIÐ AÐ VERKI

Jakob Jakobsson hefur tekið ljósmyndir í hálfa öld. Helstu viðfangsefni hans hafa verið portrettmyndir, landslagsmyndir og myndir af fólki við byggingarstörf. Sýningin Gengið að verki sem nú er sýnd í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fjallar einmitt um það síðastnefnda; svarthvítar myndir af byggingarstörfum og er lögð sérstök áhersla á myndir teknar á Íslandi á árunum 1955 til 1970. Ljósmyndirnar hafa ekki einungis mikið sögulegt gildi heldur eru teknar með næmu auga ljósmyndarans Jakobs sem vegna ævistarfs síns sem byggingatæknifræðingur hefur tekið þátt í mörgum stórum byggingaframkvæmdum og eru þar helstar Búrfellsvirkjun og Findhornbrúin í skosku hálöndunum.

Gengið að verki

Jakob horfir á byggingarstaðinn af sama sjónarhóli og hann skoðar heiminn og er sýn hans ákaflega mannleg. Hvort sem hann tekur myndir úr nálægð eða úr fjarska leggur hann áherslu á fólk, sem er niðursokkið í verkleg störf. Á myndinni „Mælingamenn“ sjáum við menn berjast við að reisa mælistikur í hávaðaroki. Á myndinni „Smiðir reisa sementsgeymslu“ liggja smiðirnir yfir teikningum. Á myndinni „Matseljur fylgjast með opnun skurðar“ sjáum við þessa viðhafnarathöfn með augum kvennanna sem hafa eldað og borið fram mat fyrir byggingarverkamennina. Í myndum sínum leikur hann sér að mótsagnakenndum stærðarhlutföllum. Maðurinn verður oft örsmár við hlið risavaxinna mannvirkja en gegnir þó þýðingarmiklu hlutverki í heildarmyndinni. Á myndunum sem teknar eru á Íslandi skapar landslagið nýja vídd í þessum leik að stærðum og hlutföllum, hinar víðáttumiklu eyðimerkur og miklu eldfjöll kallast á við risastærð mannvirkjanna.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.240 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

850 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.700 kr.

Menningarkort 67+, árskort

2.220 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista Borgarsögusafns

Þú færð fréttabréf um opnanir og viðburði ofl.